Saksóknari harðorður: „Enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 09:52 Björn Þorvaldssons hjá héraðssaksókanra flytur málið fyrir hönd embættisins. Hér er hann að gera allt klárt í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fer fram á að allir ákærðu verði sakfelldir í málinu og að þeir sem sakfelldir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur hljóti þyngri refsingu í Hæstarétti. Þá krefst hann þess að Hæstiréttur taki til efnismeðferðar þá ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni sem vísað var frá í héraði þegar dómur var kveðinn upp þar síðastliðið sumar.Þetta kom fram í máli Björns í morgun þegar málflutningur í einhverju umfangsmesta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar hófst í Hæstarétti. Alls eru níu manns ákærðir í málinu, þar á meðal æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, sem var forstjóri Kaupþings á Íslandi. Þremenningarnir hlutu alla óskilorðsbundna dóma í héraði en þeir voru ákærðir fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Að mati ákæruvaldsins miðuðu viðskiptin að því að halda hlutabréfaverði í Kaupþingi stöðugu. Af því hafi ákærðu haft augljósan hag, meðal annars vegna kaupréttar og bónusa stjórnenda bankans.Ósammála Hreiðari um kröfu um aðgang Björn byrjaði á að reifa hvers vegna taka ætti mál Magnúsar til efnismeðferðar. Byggir héraðsdómur á því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki kært brot Magnúsar til lögreglu. Sagði Björn það einkennilega stöðu ef lögregla gæti ekki rannsakað og svo ákært fyrir brot nema senda þau fyrst til FME, og sagði ekki sömu lög og reglur um það eftirlit eins og til að mynda Samkeppniseftirlitið. Saksóknari hafnaði jafnframt þeim röksemdum sem Hreiðar Már setur fram í greinargerð sinni en hann fer fram á ómerkingu málsins og frávísun, meðal annars vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins og þá hafi verið hlustað á símtöl hans við verjanda sinn hjá rannsakendum málsins. „Hann telur sig eiga rétt á aðgangi að tækjabúnaði lögreglu en því er ákæruvaldið ósammála. Þá það að símtöl við verjanda hafi verið hlustuð þá er það röng fullyrðing. Það var þvert á móti brýnt fyrir rannsakendum að hætta strax hlustun þegar ljóst var að sakborningar ræddu við verjendur sína. Þau voru því ekki hlustuð en vissulega voru þau tekin upp,” sagði Björn. Þá sagði hann það rétt hjá Hreiðari Má að fjórum símtölum hans við verjanda sinn hafi ekki verið eytt eins og skylt er. Þetta hafi hins vegar legið fyrir þegar Al Thani-málið var tekið fyrir í Hæstarétti og vísaði Björn í þann dóm þegar hann sagði að frávísunarkrafa á þessum grundvelli hefði ekki verið tekin til greina í því máli.Vill að refsiramminn verði fullnýttur Um málsatvik sagði Björn meðal annars að meint markaðsmisnotkun ákærðu hafi falið í sér „langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun á verðbréfamarkaðnum.“ Þannig hafi hlutabréf í Kaupþingi ekki lotið markaðslögmálum þar sem meint markaðsmisnotkun hafi miðað að því að halda verðinu á hlutabréfum í Kaupþingi stöðugum. Meint háttsemi ákærðu hefði orðið til þess að það varð „enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið í heild sinni þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn. Þá sagði hann jafnframt að brotin væru fordæmalaus bæði að stærð og umfangi. Í því ljósi gerði saksóknari þá kröfu að Hæstiréttur myndi nýta heimild í hegningarlögum til að fullnýta refsirammann fyrir þá Hreiðar, Sigurð, Magnús og Ingólf Helgason og benti á heimild til að þyngja refsingu eftir því sem við á en við meintum brotum þeirra liggur allt að sex ára fangelsi. Sé heimild til refsiþyngingar þó fullnýtt má dæma menn í allt að níu ára fangelsi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Björn Þorvaldsson saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fer fram á að allir ákærðu verði sakfelldir í málinu og að þeir sem sakfelldir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur hljóti þyngri refsingu í Hæstarétti. Þá krefst hann þess að Hæstiréttur taki til efnismeðferðar þá ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni sem vísað var frá í héraði þegar dómur var kveðinn upp þar síðastliðið sumar.Þetta kom fram í máli Björns í morgun þegar málflutningur í einhverju umfangsmesta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar hófst í Hæstarétti. Alls eru níu manns ákærðir í málinu, þar á meðal æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, sem var forstjóri Kaupþings á Íslandi. Þremenningarnir hlutu alla óskilorðsbundna dóma í héraði en þeir voru ákærðir fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Að mati ákæruvaldsins miðuðu viðskiptin að því að halda hlutabréfaverði í Kaupþingi stöðugu. Af því hafi ákærðu haft augljósan hag, meðal annars vegna kaupréttar og bónusa stjórnenda bankans.Ósammála Hreiðari um kröfu um aðgang Björn byrjaði á að reifa hvers vegna taka ætti mál Magnúsar til efnismeðferðar. Byggir héraðsdómur á því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki kært brot Magnúsar til lögreglu. Sagði Björn það einkennilega stöðu ef lögregla gæti ekki rannsakað og svo ákært fyrir brot nema senda þau fyrst til FME, og sagði ekki sömu lög og reglur um það eftirlit eins og til að mynda Samkeppniseftirlitið. Saksóknari hafnaði jafnframt þeim röksemdum sem Hreiðar Már setur fram í greinargerð sinni en hann fer fram á ómerkingu málsins og frávísun, meðal annars vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins og þá hafi verið hlustað á símtöl hans við verjanda sinn hjá rannsakendum málsins. „Hann telur sig eiga rétt á aðgangi að tækjabúnaði lögreglu en því er ákæruvaldið ósammála. Þá það að símtöl við verjanda hafi verið hlustuð þá er það röng fullyrðing. Það var þvert á móti brýnt fyrir rannsakendum að hætta strax hlustun þegar ljóst var að sakborningar ræddu við verjendur sína. Þau voru því ekki hlustuð en vissulega voru þau tekin upp,” sagði Björn. Þá sagði hann það rétt hjá Hreiðari Má að fjórum símtölum hans við verjanda sinn hafi ekki verið eytt eins og skylt er. Þetta hafi hins vegar legið fyrir þegar Al Thani-málið var tekið fyrir í Hæstarétti og vísaði Björn í þann dóm þegar hann sagði að frávísunarkrafa á þessum grundvelli hefði ekki verið tekin til greina í því máli.Vill að refsiramminn verði fullnýttur Um málsatvik sagði Björn meðal annars að meint markaðsmisnotkun ákærðu hafi falið í sér „langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun á verðbréfamarkaðnum.“ Þannig hafi hlutabréf í Kaupþingi ekki lotið markaðslögmálum þar sem meint markaðsmisnotkun hafi miðað að því að halda verðinu á hlutabréfum í Kaupþingi stöðugum. Meint háttsemi ákærðu hefði orðið til þess að það varð „enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið í heild sinni þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn. Þá sagði hann jafnframt að brotin væru fordæmalaus bæði að stærð og umfangi. Í því ljósi gerði saksóknari þá kröfu að Hæstiréttur myndi nýta heimild í hegningarlögum til að fullnýta refsirammann fyrir þá Hreiðar, Sigurð, Magnús og Ingólf Helgason og benti á heimild til að þyngja refsingu eftir því sem við á en við meintum brotum þeirra liggur allt að sex ára fangelsi. Sé heimild til refsiþyngingar þó fullnýtt má dæma menn í allt að níu ára fangelsi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35