Áhyggjur af hríðversnandi rekstrarumhverfi fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 14:07 Engin ein aðferð betri en önnur, segir Illugi sem skrifaði undir læsisátak í dag í samstarfi við Reykjavíkurborg. Visir/Ernir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson. Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels