Ingveldur og Þorgeir ekki vanhæf í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. september 2016 14:16 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir Hæstiréttur Íslands hefur hafnað kröfu þeirra Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar um að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson víki sem hæstaréttardómarar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið verður flutt í Hæstarétti á föstudaginn.Ástæða þess að farið var fram á að þau Ingveldur og Þorgeir myndu víkja sæti voru fjölskyldutengsl þeirra við aðstoðarsaksóknara hjá embætti Sérstaks saksónara annars vegar, en sá er sonur Ingveldar og hins vegar er yfirlögfræðingur slitabús Kaupþings ehf. sonur Þorgeirs en slitabúið stefndi fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þau væru ekki vanhæf þar sem sonur Ingveldar vann ekki að málum er komu við Kaupþing banka og sonur Þorgeirs kom ekki að dómsmálum er vörðuðu fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og þá hafði Kaupþing ehf. ekki fjárhagslega hagsmuni af einkamálum sem rekin voru gegn Kaupþing banka.Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing í markaðsmisnotkunarmálinu í héraði umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu en hann var þá dæmdur í fangelsi í fimm og hálft ár.Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar fyrir hans aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna markaðsmisnotkunarmálsins.Hreiðar Már og Sigurður áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar og verður málflutningur í málinu á föstudaginn. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur hafnað kröfu þeirra Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar um að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson víki sem hæstaréttardómarar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið verður flutt í Hæstarétti á föstudaginn.Ástæða þess að farið var fram á að þau Ingveldur og Þorgeir myndu víkja sæti voru fjölskyldutengsl þeirra við aðstoðarsaksóknara hjá embætti Sérstaks saksónara annars vegar, en sá er sonur Ingveldar og hins vegar er yfirlögfræðingur slitabús Kaupþings ehf. sonur Þorgeirs en slitabúið stefndi fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þau væru ekki vanhæf þar sem sonur Ingveldar vann ekki að málum er komu við Kaupþing banka og sonur Þorgeirs kom ekki að dómsmálum er vörðuðu fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og þá hafði Kaupþing ehf. ekki fjárhagslega hagsmuni af einkamálum sem rekin voru gegn Kaupþing banka.Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing í markaðsmisnotkunarmálinu í héraði umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu en hann var þá dæmdur í fangelsi í fimm og hálft ár.Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar fyrir hans aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna markaðsmisnotkunarmálsins.Hreiðar Már og Sigurður áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar og verður málflutningur í málinu á föstudaginn.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53