„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 11:02 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Fréttablaðið/Anton Brink „Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16
Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12