Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 10:45 Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Sjá meira