Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 11:37 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira