Eyjólfur: Þeir vilja slagsmál en við ætlum að halda okkur við fótboltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 08:30 Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Norður-Írlandi í kvöld í Belfast í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Ísland er í öðru sæti síns riðils með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkland en strákarnir okkar eiga leik til góða á Frakkana sem þeir einmitt mæta á þriðjudaginn.Sjá einnig:Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Norður-Írland er neðst í riðlinum með eitt stig en það stig sótti liðið til Íslands í leik þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í Árbænum. „Æfingar eru búnar að ganga vel og undirbúningur í fínasta lagi. Við erum bara spenntir að fara í þennan mikilvæga leik þar sem við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, í viðtali við heimasíðu KSÍ en við hverju býst hann í Belfast? „Mikilli baráttu. Þeir hleypa leiknum mikið upp í baráttu og slagsmál. Við ætlum að reyna að halda okkur við fótboltann og vera fljótir að færa boltann á milli vallarhelminga þannig við náum að brjóta þá á bak aftur.“ Þrátt fyrir að mæta neðsta liðinu vill Eyjólfur ekkert vanmat. Hann vill aftur á móti sigur og að strákarnir geri betur fyrir framan markið en þeir gerðu þegar liðin mættust á Íslandi. „Þeir eru með fínt lið og stóðu sig vel á Íslandi í erfiðum aðstæðum. Það var rok og rigning og var baráttuleikur. Við fengum færi til að klára leikinn en náðum ekki að nýta þau færi. Þá verða leikirnir erfiðir en við verðum að vera klárir að nýta færin núna,“ segir Eyjólfur. „Ég reikna með að þetta verði virkilega erfiður leikur og það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur en við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Norður-Írlandi í kvöld í Belfast í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Ísland er í öðru sæti síns riðils með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkland en strákarnir okkar eiga leik til góða á Frakkana sem þeir einmitt mæta á þriðjudaginn.Sjá einnig:Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Norður-Írland er neðst í riðlinum með eitt stig en það stig sótti liðið til Íslands í leik þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í Árbænum. „Æfingar eru búnar að ganga vel og undirbúningur í fínasta lagi. Við erum bara spenntir að fara í þennan mikilvæga leik þar sem við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, í viðtali við heimasíðu KSÍ en við hverju býst hann í Belfast? „Mikilli baráttu. Þeir hleypa leiknum mikið upp í baráttu og slagsmál. Við ætlum að reyna að halda okkur við fótboltann og vera fljótir að færa boltann á milli vallarhelminga þannig við náum að brjóta þá á bak aftur.“ Þrátt fyrir að mæta neðsta liðinu vill Eyjólfur ekkert vanmat. Hann vill aftur á móti sigur og að strákarnir geri betur fyrir framan markið en þeir gerðu þegar liðin mættust á Íslandi. „Þeir eru með fínt lið og stóðu sig vel á Íslandi í erfiðum aðstæðum. Það var rok og rigning og var baráttuleikur. Við fengum færi til að klára leikinn en náðum ekki að nýta þau færi. Þá verða leikirnir erfiðir en við verðum að vera klárir að nýta færin núna,“ segir Eyjólfur. „Ég reikna með að þetta verði virkilega erfiður leikur og það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur en við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30