Dóra Sif fram fyrir Viðreisn: „Þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta“ Atli ísleifsson skrifar 1. september 2016 10:40 Dóra Sif Tynes hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Vísir/GVA Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39
Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06