Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. september 2016 19:00 Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir. Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir.
Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira