Félagið vígði nýjan leikvang í nótt og eins og var vel auglýst fyrir leikinn nýtti það Víkingaklapp íslenska knattspyrnulandsliðsins til að byggja upp stemningu á vellinum. Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson voru til að mynda fengnir til að taka þátt í öllu saman.
Eins og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan var stemningin góð á vellinum og svo virðist sem að Víkingaklappið hafi haft góð áhrif, enda vann Minnesota leikinn, 17-14.
First run through of the @Vikings new "Skol" chant, borrowed from @FootballIceland. pic.twitter.com/JH0iXtJ02F
— Chris Long (@ChrisLongKSTP) September 19, 2016