Ísland vann sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta á næsta ári með frækilegum sigri á Belgíu í gær eins og frægt er.
Evrópumeistaramótið eða EuroBasket 2017 verður haldið í 40. sinn næsta sumar og verður keppt í fjórum löndum dagana 31. ágúst til 17. september.
Íslenska liðið gæti leikið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu eða Tyrklandi. Leikið verður í einni borg í hverju landi, Helsinki, Tel Aviv, Cluj-Napoca og í tveimur höllum í Istanbul.
Dregið verður í riðla í Tyrklandi 22. nóvember og þá kemur í ljós í hvaða landi Ísland leikur í riðlakeppni mótsins. Komist ísland upp úr riðlinum gæti liðið leikið í öðru landi.
Evrópumeistaramótið leikið í fjórum löndum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
