Píratar þrefaldir í stjórnarmyndunarviðræðum Ásgeir Erlendsson skrifar 17. september 2016 21:45 Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10
Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21
Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30