Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 14:39 Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. Vísir/Jói K. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58
Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10