Þurfum að spila okkar besta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2016 10:00 Hlynur hefur verið frábær í undankeppninni. vísir/anton Íslenska körfuboltalandsliðið freistar þess í dag að tryggja sér sæti á öðru Evrópumótinu í röð. Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 og þarf að vinna til að eygja von um að komast á EM á næsta ári. Önnur úrslit þurfa einnig að vera hagstæð en það er ekki nema fyrir færustu tölfræðinga að skilja hvernig árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppni EM er reiknaður. „Það væri þægilegra ef þetta lægi fyrir, að ákveðin úrslit myndu duga, en þetta truflar okkur ekkert sérstaklega mikið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að Ísland þurfi að eiga toppleik til að vinna sterkt lið Belga. „Við þurfum að spila okkar besta leik í langan tíma og við stefnum að því. Það er skemmtileg áskorun,“ sagði fyrirliðinn um leikinn í dag. Fyrri leikurinn gegn Belgum var jafn lengst af þótt hann hafi á endanum tapast með 15 stigum, 80-65. „Við gátum spilað við þá á löngum köflum. Í fyrra spiluðum við æfingaleik við þá og töpuðum illa en síðasti leikur var jafn þangað til í fjórða leikhluta. Við fengum sjálfstraust við það,“ sagði Hlynur sem hefur spilað stórvel í undankeppninni. Til marks um það hefur aðeins einn leikmaður tekið fleiri fráköst í undankeppninni en Hlynur og aðeins tveir eru með fleiri framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er Hlynur númer fimm á listanum yfir flestar stoðsendingar í undankeppninni, með fimm slíkar að meðaltali í leik. „Mér líður mjög vel. Ég var svolítið lengi af stað en þetta hefur gengið vel upp á síðkastið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hlynur sem leikur landsleik númer 103 í dag. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið freistar þess í dag að tryggja sér sæti á öðru Evrópumótinu í röð. Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 og þarf að vinna til að eygja von um að komast á EM á næsta ári. Önnur úrslit þurfa einnig að vera hagstæð en það er ekki nema fyrir færustu tölfræðinga að skilja hvernig árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppni EM er reiknaður. „Það væri þægilegra ef þetta lægi fyrir, að ákveðin úrslit myndu duga, en þetta truflar okkur ekkert sérstaklega mikið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að Ísland þurfi að eiga toppleik til að vinna sterkt lið Belga. „Við þurfum að spila okkar besta leik í langan tíma og við stefnum að því. Það er skemmtileg áskorun,“ sagði fyrirliðinn um leikinn í dag. Fyrri leikurinn gegn Belgum var jafn lengst af þótt hann hafi á endanum tapast með 15 stigum, 80-65. „Við gátum spilað við þá á löngum köflum. Í fyrra spiluðum við æfingaleik við þá og töpuðum illa en síðasti leikur var jafn þangað til í fjórða leikhluta. Við fengum sjálfstraust við það,“ sagði Hlynur sem hefur spilað stórvel í undankeppninni. Til marks um það hefur aðeins einn leikmaður tekið fleiri fráköst í undankeppninni en Hlynur og aðeins tveir eru með fleiri framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er Hlynur númer fimm á listanum yfir flestar stoðsendingar í undankeppninni, með fimm slíkar að meðaltali í leik. „Mér líður mjög vel. Ég var svolítið lengi af stað en þetta hefur gengið vel upp á síðkastið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hlynur sem leikur landsleik númer 103 í dag.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira