Höddi Magg um ákvörðun Óla Jóh: "Er enn þá árið 1985?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2016 12:00 Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45