Kippa af Einstök 1100 krónum ódýrari í verslun í Colorado en í ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2016 09:00 Myndin sem aðdáandi Einstakrar í Colorado í Bandaríkjunum deildi en á henni sést að kippan kostar milli 14 og 15 dollara. Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur. Íslenskur bjór Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur.
Íslenskur bjór Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira