Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:44 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/stefán Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38