Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2016 10:04 Samkvæmt pistli, sem innanbúðarmaður í Framsókn ritar, brugga menn þar hver öðrum banaráð. Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Samkvæmt nafnlausum skrifum á Pressunni styður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki. Það sætir nokkrum tíðindum, því Þórólfur er sagður ráða lögum og lofum innan Framsóknarflokksins.Sigurður Ingi varaður við því að fara framHuldupenni Pressunnar, sem hefur sýnt sig í að vera afar handgenginn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, og skrifar í dálk sem heitir „Orðið á götunni“, veitir fágæta innsýn í herbúðir Sigmundar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli meðal áhugamanna um pólitík, því þó pistillinn sé skrifaður í véfréttastíl er hann afar upplýsandi. Hann kallast „Nótt hinna löngu hnífa“. (Sem reyndar má heita sérkennileg líking – þetta vísar til þess þegar Hitler hreinsaði út úr SA sveitunum og lét myrða helstu menn á borð við Ernst Röhm.) Í pistlinum er varað mjög eindregið við því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi í formannsslag: „Flestir innan Framsóknarflokksins viðurkenna að staðan sé mjög snúin. Allir vita að það fylgja því erfiðleikar að fara í kosningabaráttu með Sigmund Davíð í forystu, enda varla til umdeildari menn, en vita um leið að það fylgja því jafnvel meiri erfiðleikar að gera það ekki.“Sigmundur gefst ekki upp fyrir skíthælumStíllinn er sérstakur, er gripið til líkingamáls líkt og fyrirsögn pistilsins gefur til kynna, þar sem menn brugga hver öðrum banaráð. Samkvæmt pistlinum logar allt innan Framsóknarflokksins og ekki þarf að efast um að innanbúðarmaður í Flokknum skrifar því hann vitnar í orð Sigmundar Davíðs á fundi með Skagfirðingum á dögunum, hvar hann var spurður hvort hann hafi ekki hugleitt að hætta. „Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna.“Gunnar Bragi svíkur Þórólf?En, það sem einkum sætir tíðindum í pistlinum er að þar er því slegið föstu að Þórólfur kaupfélagsstjóri, sem löngum hefur verið sagður ráða lögum og lofum í flokknum, styðji Sigurð Inga til formennsku og sæki það fast að hann fari fram í formannsslag. Þetta stangast á við það sem löngum hefur verið talið, sem er að Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- og landbúnaðarráðherra, sem í gær vann stóran sigur þegar honum tókst að koma Búvörusamningi í gegnum þingið, hreyfi sig helst ekki nema bera það undir Þórólf. Þá ætti Þórólfur, sem er eindreginn andstæðingur ESB, að vera ánægður með það þegar Gunnar Bragi sleit einhliða viðræðum við ESB. Gunnar Bragi lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð í viðtali við Fréttablaðið í dag. Og er að velta því fyrir sér að fara fram sem varaformaður. Þannig vekur pistillinn ótal spurningar þó upplýsandi sé; um dilkadrætti í Framsóknarflokknum. Eina eðlilega ályktunin að draga er sú að Gunnar Bragi hafi hlaupist undan merkjum, eða forframast í höfuðborginni og sé ekki lengur handgenginn kaupfélagsstjóranum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27
Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. 14. september 2016 06:30