Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 10:14 Djúpstæður ágreiningur er innan Framsóknarflokksins, með og á móti Sigmundi Davíð. „Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn þá hefði hann séð hvað Sigmundur hafði öruggan og mikinn stuðning þar,“ segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Mikil ólga er nú meðal Framsóknarmanna eftir að Guðni Ágústsson upplýsti í viðtali við Vísi að hann teldi ekki heppilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiddi flokkinn í næstu kosningum. Þessi orð hans hafa fallið í grýttan jarðveg víða meðal Framsóknarmanna.Sjálfskipaðir boðberar sannleikansGuðfinna lætur Guðna heyra það á Facebooksíðu sinni: „Mikið rosalega fer í taugarnar á mèr þegar einhverjir sjálfskipaðir boðberar sannleikans telja sig yfir okkur flokksmenn hafða og vilja einir ákveða og segja okkur hinum hver á að vera formaður flokksins. Vinsamlegast virðið skoðanir flokksmanna og leyfið okkur flokksmönnum að ákveða formanninn.“Guðfinna liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og ljóst er að henni hugnast lítt afskipti Guðna, og kallar hann sjálfskipaðan fulltrúa sannleikans.Blaðamaður Vísis spurði Guðfinnu hvort þetta væri ekki banabitinn, þegar sjálfur Guðni segir komið gott, en Guðfinna benti þá á hinn mikla stuðning við Sigmund sem sýndi sig á miðstjórnarfundinum. Og helst er á einörðum stuðningsmönnum Framsóknarflokksins að skilja að Guðni sé að skemmta skrattanum með því að gefa í skyn að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins sé heppilegri leiðtogi. Kristinn Snævarr Jónsson tjáir sig á Fb-síðu Guðfinnu og segir: „Já, flokksþingið er til þess. Þar eiga framboðsræður frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra heima en ekki í fjölmiðlum frammi fyrir hlakkandi flokksandstæðingum.“Borgarfulltrúar einarðir í stuðningi við SigmundOrð Guðna staðfesta vitaskuld það að djúpstæður ágreiningur er um Sigmund Davíð innan Framsóknarflokksins. Hvernig raðast í hólf í þeirri fjárréttinni liggur hins vegar ekki fyrir. Svo virðist sem Sigmundur Davíð hafi náð að heilla flokksmenn á miðstjórnarfundinum með ræðu sinni.Hvar stendur Vigdís? Er hún enn jafn einörð í stuðningi við Sigmund eftir að fósturfaðir hennar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson, hefur stigið fram og sagt að komið sé gott?„Frábær fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi á Akureyri. Formaðurinn með tímamótaræðu! Óska þess að öll þjóðin fái að heyra hana,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík. Þar tókst flokknum að snúa taflinu sér í hag og vann góðan sigur í borginni, sigur sem rakinn er til umdeildra orða um moskubyggingu. Eindregin krafa var á hendur Sigmundi Davíð um að hann tjáði sig um málflutning þann, en hann þagði þunnu hljóði þar til sigurinn var í höfn. Ljóst er að þær Sveinbjörg og Guðfinna kunna vel að meta hans framgöngu í þeim efnum.Enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka framtíðarsýnÞað sem svo er enn til að grugga vatnið og flækja mál er að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur ávallt verið einörð í stuðningi sínum við Sigmund Davíð. Hún hafði hástemmd orð um ræðu hans á miðstjórnarfundinum, rétt eins og Sveinbjörg: „Ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundinum var mögnuð - enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka heildar- og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.“ Vigdís hefur ávallt verið talin skjólstæðingur Guðna í stjórnmálum, enda mágkona hans. Það er svo enn til að flækja málin að Sigmundur sjálfur sagði, í viðtali við Bylgjuna, Reykjavík síðdegis, að Sigurður Ingi hafi lofað að notfæra sér ekki þessa stöðu og fara gegn sér í formannsslag. Sigurður Ingi hefur ætíð sagt það, en það hlýtur að vera til marks um að honum hafi snúist hugur þegar hann sagði óvænt á þessum umrædda miðstjórnarfundi að hann myndi ekki bjóða sig fram til varaformanns við óbreytta stöðu. Fyrrum aðstoðarmaður Guðna, Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, segir hins vegar að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn og ef Sigurður Ingi fari ekki fram ætli Sveinbjörn sjálfur að gera svo. Athyglisvert er að Guðni lýsir ekki yfir stuðningi við Sveinbjörn, sem bendir til þess að þau öfl innan Framsóknarflokksins sem vilja Sigmund Davíð burt, beina sjónum sínum að Sigurði Inga – að hann taki slaginn. Þrjár vikur eru til Flokksþings og þar munu þessi mál ráðast. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum Framsóknarflokks. 12. september 2016 19:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
„Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn þá hefði hann séð hvað Sigmundur hafði öruggan og mikinn stuðning þar,“ segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Mikil ólga er nú meðal Framsóknarmanna eftir að Guðni Ágústsson upplýsti í viðtali við Vísi að hann teldi ekki heppilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiddi flokkinn í næstu kosningum. Þessi orð hans hafa fallið í grýttan jarðveg víða meðal Framsóknarmanna.Sjálfskipaðir boðberar sannleikansGuðfinna lætur Guðna heyra það á Facebooksíðu sinni: „Mikið rosalega fer í taugarnar á mèr þegar einhverjir sjálfskipaðir boðberar sannleikans telja sig yfir okkur flokksmenn hafða og vilja einir ákveða og segja okkur hinum hver á að vera formaður flokksins. Vinsamlegast virðið skoðanir flokksmanna og leyfið okkur flokksmönnum að ákveða formanninn.“Guðfinna liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og ljóst er að henni hugnast lítt afskipti Guðna, og kallar hann sjálfskipaðan fulltrúa sannleikans.Blaðamaður Vísis spurði Guðfinnu hvort þetta væri ekki banabitinn, þegar sjálfur Guðni segir komið gott, en Guðfinna benti þá á hinn mikla stuðning við Sigmund sem sýndi sig á miðstjórnarfundinum. Og helst er á einörðum stuðningsmönnum Framsóknarflokksins að skilja að Guðni sé að skemmta skrattanum með því að gefa í skyn að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins sé heppilegri leiðtogi. Kristinn Snævarr Jónsson tjáir sig á Fb-síðu Guðfinnu og segir: „Já, flokksþingið er til þess. Þar eiga framboðsræður frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra heima en ekki í fjölmiðlum frammi fyrir hlakkandi flokksandstæðingum.“Borgarfulltrúar einarðir í stuðningi við SigmundOrð Guðna staðfesta vitaskuld það að djúpstæður ágreiningur er um Sigmund Davíð innan Framsóknarflokksins. Hvernig raðast í hólf í þeirri fjárréttinni liggur hins vegar ekki fyrir. Svo virðist sem Sigmundur Davíð hafi náð að heilla flokksmenn á miðstjórnarfundinum með ræðu sinni.Hvar stendur Vigdís? Er hún enn jafn einörð í stuðningi við Sigmund eftir að fósturfaðir hennar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson, hefur stigið fram og sagt að komið sé gott?„Frábær fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi á Akureyri. Formaðurinn með tímamótaræðu! Óska þess að öll þjóðin fái að heyra hana,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík. Þar tókst flokknum að snúa taflinu sér í hag og vann góðan sigur í borginni, sigur sem rakinn er til umdeildra orða um moskubyggingu. Eindregin krafa var á hendur Sigmundi Davíð um að hann tjáði sig um málflutning þann, en hann þagði þunnu hljóði þar til sigurinn var í höfn. Ljóst er að þær Sveinbjörg og Guðfinna kunna vel að meta hans framgöngu í þeim efnum.Enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka framtíðarsýnÞað sem svo er enn til að grugga vatnið og flækja mál er að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur ávallt verið einörð í stuðningi sínum við Sigmund Davíð. Hún hafði hástemmd orð um ræðu hans á miðstjórnarfundinum, rétt eins og Sveinbjörg: „Ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundinum var mögnuð - enginn núlifandi stjórnmálamaður hefur slíka heildar- og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.“ Vigdís hefur ávallt verið talin skjólstæðingur Guðna í stjórnmálum, enda mágkona hans. Það er svo enn til að flækja málin að Sigmundur sjálfur sagði, í viðtali við Bylgjuna, Reykjavík síðdegis, að Sigurður Ingi hafi lofað að notfæra sér ekki þessa stöðu og fara gegn sér í formannsslag. Sigurður Ingi hefur ætíð sagt það, en það hlýtur að vera til marks um að honum hafi snúist hugur þegar hann sagði óvænt á þessum umrædda miðstjórnarfundi að hann myndi ekki bjóða sig fram til varaformanns við óbreytta stöðu. Fyrrum aðstoðarmaður Guðna, Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, segir hins vegar að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn og ef Sigurður Ingi fari ekki fram ætli Sveinbjörn sjálfur að gera svo. Athyglisvert er að Guðni lýsir ekki yfir stuðningi við Sveinbjörn, sem bendir til þess að þau öfl innan Framsóknarflokksins sem vilja Sigmund Davíð burt, beina sjónum sínum að Sigurði Inga – að hann taki slaginn. Þrjár vikur eru til Flokksþings og þar munu þessi mál ráðast.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum Framsóknarflokks. 12. september 2016 19:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27
Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum Framsóknarflokks. 12. september 2016 19:45
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55