Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2016 09:55 Sigmundur Davíð ásamt Önnu Stellu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Hofi um helgina. vísir/sveinn Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vandar Guðna Ágústssyni ekki kveðjurnar. Guðni segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Sigmundur Davíð geti skaðað Framsóknarflokkinn. „ Guðni Ágústsson hefur frá fyrstu dögum okkar hjóna í hringiðu stjórnmálanna deilt með okkur sögum og vel meintum heilræðum,“ segir Anna Sigurlaug. „Ef mig misminnir ekki var það hann sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti það heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann.“ Greinilegt er að Önnu Sigurlaugu finnst Guðni, sem er fyrrverandi formaður flokksins, ekki fara eftir eigin ráðleggingum. „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Sigurður Ingi sætti öfl Í viðtalinu í Fréttablaðinu í dag segir Guðni meðal annars að mikilvægt sé að fá frið um formannsembætti flokksins. Guðni segir að í starfið þurfi að veljast maður sem geti talað við alla án þess að persónuleg einkamál þvælist fyrir góðum málum ríkisstjórnarinnar. „Framsókn vill geta lagt verk sín í dóm kjósenda. Nú finn ég að þó mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum,“ segir Guðni. Traust almennings gagnhvart almenningi hafi hins vegar beðið hnekki. Sigurður Ingi sé maður sem geti talað við alla. „Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður en hefur staðið sig frábærlega Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og talað við alla þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert,“ segir Guðni. Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vandar Guðna Ágústssyni ekki kveðjurnar. Guðni segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Sigmundur Davíð geti skaðað Framsóknarflokkinn. „ Guðni Ágústsson hefur frá fyrstu dögum okkar hjóna í hringiðu stjórnmálanna deilt með okkur sögum og vel meintum heilræðum,“ segir Anna Sigurlaug. „Ef mig misminnir ekki var það hann sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti það heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann.“ Greinilegt er að Önnu Sigurlaugu finnst Guðni, sem er fyrrverandi formaður flokksins, ekki fara eftir eigin ráðleggingum. „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Sigurður Ingi sætti öfl Í viðtalinu í Fréttablaðinu í dag segir Guðni meðal annars að mikilvægt sé að fá frið um formannsembætti flokksins. Guðni segir að í starfið þurfi að veljast maður sem geti talað við alla án þess að persónuleg einkamál þvælist fyrir góðum málum ríkisstjórnarinnar. „Framsókn vill geta lagt verk sín í dóm kjósenda. Nú finn ég að þó mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum,“ segir Guðni. Traust almennings gagnhvart almenningi hafi hins vegar beðið hnekki. Sigurður Ingi sé maður sem geti talað við alla. „Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður en hefur staðið sig frábærlega Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og talað við alla þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert,“ segir Guðni.
Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira