Íslenskir jakkar með dönsku ívafi Ritstjórn skrifar 13. september 2016 10:45 Íslenska útivistarmerkið 66°Norður og danska tískumerkið Soulland hafa tekið höndum saman og útbúið fjóra jakka sem verða frumsýndir þann 22.september í verslun Harvey Nichols í London. Jakkarnir eru byggðir á klassískum jökkum útivistarmerkisins en með smáatriðin frá danska tískumerkinu, sem er þekktast fyrir skyrtur og tískufatnað. Samstarfið verður frumsýnt á svipuðum tíma og tískuvikan er fer fram í London og því greinilegt að íslenska útivistarmerkið er með þessu að taka stórt stökk þá áttina. Síðasta samstarf Soulland var við Nike SB og seldust skórnir í þeirri línu upp á innan við sólarhring svo það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig íslensku jakkarnir munu leggjast í viðskiptavini. Jakkarnir koma til Íslands og verða til sölu í vel völdum verslunum 66°Norður. 66°Norður hefur á stuttum tíma náð að hasla sér völl í Danmörku og hafa nú þegar opnað tvær vinsælar búðir í Kaupmannahöfn. Samstarfið við Soulland er liður í að fagna 90 ára afmæli merksins sem var stofnað árið 1926. Við munum fylgjast vel með þessu en hér fyrir neðan má sjá myndir frá verksmiðju 66°Norður þar sem jakkarnir eru einmitt framleiddir. Glamour Tíska Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Karen Elson á Íslandi Glamour Brot af því besta frá New York Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Segist hafa sofið hjá Kim og Khloe Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Baksviðs með Bob Glamour
Íslenska útivistarmerkið 66°Norður og danska tískumerkið Soulland hafa tekið höndum saman og útbúið fjóra jakka sem verða frumsýndir þann 22.september í verslun Harvey Nichols í London. Jakkarnir eru byggðir á klassískum jökkum útivistarmerkisins en með smáatriðin frá danska tískumerkinu, sem er þekktast fyrir skyrtur og tískufatnað. Samstarfið verður frumsýnt á svipuðum tíma og tískuvikan er fer fram í London og því greinilegt að íslenska útivistarmerkið er með þessu að taka stórt stökk þá áttina. Síðasta samstarf Soulland var við Nike SB og seldust skórnir í þeirri línu upp á innan við sólarhring svo það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig íslensku jakkarnir munu leggjast í viðskiptavini. Jakkarnir koma til Íslands og verða til sölu í vel völdum verslunum 66°Norður. 66°Norður hefur á stuttum tíma náð að hasla sér völl í Danmörku og hafa nú þegar opnað tvær vinsælar búðir í Kaupmannahöfn. Samstarfið við Soulland er liður í að fagna 90 ára afmæli merksins sem var stofnað árið 1926. Við munum fylgjast vel með þessu en hér fyrir neðan má sjá myndir frá verksmiðju 66°Norður þar sem jakkarnir eru einmitt framleiddir.
Glamour Tíska Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Karen Elson á Íslandi Glamour Brot af því besta frá New York Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Segist hafa sofið hjá Kim og Khloe Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Baksviðs með Bob Glamour