Tókust í hendur og féllust í faðma eftir loforð um að fara ekki í mótframboð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 19:45 Vaktaskipti urðu í forsætisráðuneytinu í apríl. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum flokksins. Sigurður hafi margítrekað það við sig og því sé engin ástæða til að ætla annað. „Hann [Sigurður Ingi Jóhannsson] hefur alltaf sagt, eins og hann sagði við mig þegar við tókumst í hendur á þessum erfiða tíma, þegar ég bað hann um að stíga inn, að hann myndi aldrei fara gegn mér. Ég hef enga ástæðu en að ætla að það haldi,“ sagði Sigmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Ætla að setjast yfir málinGreint var frá því í dag að þrýstingur á Sigurð Inga um að fara gegn Sigmundi Davíð hafi aukist nokkuð að undanförnu, en Sigurður Ingi sagðist á miðstjórnarfundi ekki ætla að gefa kost á sér sem varaformaður ef forysta flokksins yrði óbreytt. Sigmundur Davíð segir að líklega sé um túlkunaratriði að ræða. „Það er verið að túlka orð hans á einhvern annan hátt, sem ég er akki alveg tilbúinn til þess að túlka, fyrr en við höfum sest yfir málin og rætt saman. [..] Samband okkar Sigurðar Inga var náttúrulega mjög gott og hann hefur margítrekað, bæði við mig og í fjölmiðlum, að hann færi aldrei gegn mér,“ segir Sigmundur.Sjá einnig:Stirt milli formanns og forsætisráðherra Hann segist einungis hafa beðið Sigurð Inga um einn hlut eftir að Sigurður tók við embætti forsætisráðherra sem hafi verið að leyfa sér að fylgjast með gangi mála. „Ég sagðist treysta honum fyllilega fyrir þessu. [...]Svo vissi ég það sem hann hafði svo oft sagt við mig áður að hann myndi aldrei nýta þá stöðu til þess að fara gegn mér, sem hann svo ítrekaði sannarlega og við tókumst í hendur og föðmuðumst. Þannig að ég held nú að menn séu komnir fram úr sér er þeir eru farnir að stilla honum upp sem andstæðingi mínum.Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra hafa lofað að fara ekki gegn sér í formannskosningum flokksins. Sigurður hafi margítrekað það við sig og því sé engin ástæða til að ætla annað. „Hann [Sigurður Ingi Jóhannsson] hefur alltaf sagt, eins og hann sagði við mig þegar við tókumst í hendur á þessum erfiða tíma, þegar ég bað hann um að stíga inn, að hann myndi aldrei fara gegn mér. Ég hef enga ástæðu en að ætla að það haldi,“ sagði Sigmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Ætla að setjast yfir málinGreint var frá því í dag að þrýstingur á Sigurð Inga um að fara gegn Sigmundi Davíð hafi aukist nokkuð að undanförnu, en Sigurður Ingi sagðist á miðstjórnarfundi ekki ætla að gefa kost á sér sem varaformaður ef forysta flokksins yrði óbreytt. Sigmundur Davíð segir að líklega sé um túlkunaratriði að ræða. „Það er verið að túlka orð hans á einhvern annan hátt, sem ég er akki alveg tilbúinn til þess að túlka, fyrr en við höfum sest yfir málin og rætt saman. [..] Samband okkar Sigurðar Inga var náttúrulega mjög gott og hann hefur margítrekað, bæði við mig og í fjölmiðlum, að hann færi aldrei gegn mér,“ segir Sigmundur.Sjá einnig:Stirt milli formanns og forsætisráðherra Hann segist einungis hafa beðið Sigurð Inga um einn hlut eftir að Sigurður tók við embætti forsætisráðherra sem hafi verið að leyfa sér að fylgjast með gangi mála. „Ég sagðist treysta honum fyllilega fyrir þessu. [...]Svo vissi ég það sem hann hafði svo oft sagt við mig áður að hann myndi aldrei nýta þá stöðu til þess að fara gegn mér, sem hann svo ítrekaði sannarlega og við tókumst í hendur og föðmuðumst. Þannig að ég held nú að menn séu komnir fram úr sér er þeir eru farnir að stilla honum upp sem andstæðingi mínum.Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Ýmislegt bendir til þess að Sigurður Ingi muni venda sínu kvæði í kross og fara fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. 12. september 2016 10:27