Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:30 Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali við RÚV eftir sundið. mynd/skjáskot Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47