Fjórar vafasamar ákvarðanir dómarans í Árbænum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 11:00 Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21
Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00