Fjórar vafasamar ákvarðanir dómarans í Árbænum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 11:00 Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21
Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00