Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 15:57 Páll Magnússon sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í gær. mynd/håkon broder lund Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34
Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31