Thelma Björg Björnsdóttir, sundkonan úr ÍFR, lenti í nítjánda sæti í undanrásunum er hún keppti í dag í fyrsta sinn í sundi á Paralympics. Thelma keppti í 50 metra skriðsundi í S6-flokknum og kom í mark á 42,14 sekúndu.
Leikarnir fara fram í Ríó en þetta er í fyrsta sinn sem Thelma tekur þátt á Ólympíuleikum fatlaðra.
Thelma hafnaði í 19. sæti af 20. keppendum en hún verður aftur á ferðinni á morgun í undanrásunum í 100 metra bringusundi.
Þá keppti Þorsteinn Halldórsson úr Boganum sömuleiðis í fyrsta skipti á Paralympics í dag en keppt var í undanrásum til þess að kljá út hvaða aðilar mætast í 32-liða úrslitunum á miðvikudaginn.
Þorsteinn hafnaði í 31. sæti með 599 stig og á erfitt verkefni fyrir höndum gegn Kj Polish sem hafnaði í öðru sæti með 685 stig.
Thelma í nítjánda sæti í undanrásunum í Ríó | Erfitt verkefni framundan hjá Þorsteini

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn
