Nýliði stígur fram á stóra sviðið með Dallas Cowboys í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 08:00 Hvað gerir Dak í sviðsljósinu? Vísir/getty NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð. NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjá meira
NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð.
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjá meira