Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2016 07:00 Miklar skemmdir urðu á landi í Skaftárhlaupi í fyrra. Vísir/Vilhelm Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira