Fimm fæðingardeildir í Malaví fjármagnaðar með íslensku fé Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 07:00 William Peno er orðinn yfirhéraðslæknir í stóru héraði í Malawi aðeins 29 ára. Hann er kominn til að læra af íslensku heilbrigðiskerfi. Vísir/Anton Brink Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Malaví Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Malaví Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira