Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 30-23 | Eyjamenn fyrstir til að leggja nýliðana Gabríel Sighvatsson í Vestmannaeyjum skrifar 29. september 2016 19:45 Agnar Smári Jónsson skoraði sjö mörk. vísir/vilhelm ÍBV vann Stjörnuna með sjö marka mun, 30-23, í fimmtu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum komst stjörnum prýdd lið Eyjamanna aftur á sigurbraut en liðið tapaði með sex mörkum fyrir FH í síðustu umferð. Þetta er aftur á móti fyrsta tap nýliða Stjörnunnar í deildinni en liðið byrjaði mótið á tveimur sigrum og tveimur jafnteflum. ÍBV leiddi frá upphafi til enda og var með sjö marka forskot, 17-10, í hálfleik. Mest náði Stjarnan að minnka muninn niður í fjögur mörk, 18-14. Theodór Sigurbjörnsson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Agnar Smári Jónsson sjö en Starri Friðriksson var markahæstur hjá Stjörnunni með sex mörk. Það var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi vinna í viðureign ÍBV og Stjörnunnar í Vestmannaeyjum í dag. Í liði ÍBV vantaði 4 sterka leikmenn og komu mörg ný nöfn inn í liðið í dag. Það er óhætt að segja að þeir hafi staðið sig mjög vel í dag og er ljóst að það eru mörg spennandi nöfn að koma upp hjá ÍBV. Hjá Stjörnunni vantaði helst Ólaf Gústafsson sem skoraði 10 mörk í síðasta leik og munaði nokkuð um hann. ÍBV byrjaði betur og Stjarnan náði ekki að setja mark á töflunar fyrr en tæpar 8 mínútur voru liðnar af leiknum og var staðan þá 3-1. Hálfleikstölur voru 17-10, heimamönnum í vil. Garðbæingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin en eftir það tóku Eyjamönn öll völd aftur og kláruðu leikinn. 30-23 urðu lokatölur og fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu staðreynd. Þá er ÍBV enn með fullt hús stiga á heimavelli. Kolbeinn Aron var í miklum ham í marki ÍBV og var með 11 varin skot eða 35% vörslu. Þá var Theodór Sigurbjörnsson markahæstur með 9 mörk í dag. Starri Friðriksson var atkvæðamestur hjá Stjörnunni, setti 6 mörk í dag, en það dugði ekki til.Arnar: Fyrri hálfleikur frábær Arnar Pétursson var sáttur eftir sjö marka sigur á Stjörnunni í dag. „Ég er ánægðastur með svörunina eftir seinasta leik, Sindri (Haraldsson), sem er mjög vel gefinn drengur var skynsamur í dag og okkur munar um hann þegar við erum í svona meiðslapakka,“ sagði Arnar. Hann var sérstaklega ánægður með hvernig sínir menn stigu upp eftir skellinn í síðustu umferð „FH-leikurinn var frábær í 20 mínútur af okkar hálfu en við missum Sindra út af og Magga í meiðsli og eftir það erum við í vandræðum í vörninni og töpum sannfærandi fyrir góðu FH-liði,“ „Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkur í dag, Stjarnan er gott lið, voru taplausir fyrir þennan leik, þeir eru skynsamir og með flottan þjálfara,“ sagði Arnar Margir ungir leikmenn komu inn í hópinn hjá ÍBV í dag og Arnar var verulega ángæður með þeirra framlag. „Við eigum langt í land ennþá og fullt af hlutum sem við getum lagað, en ég er gríðarlega stoltur af þessari frammistöðu, við erum að spila á mörgum ungum strákum og skora sín fyrstu mörk og ég er stoltur af þessum peyjum,“ sagði Arnar. „Þessir strákar hafa unnið titla og gert flotta hluti í yngri flokkunum og þeirra tími er að koma og svona viljum við gera þetta, gefa þeim tækifæri með reynsluboltunum og við erum hægt og rólega að spila okkur í gang,“ bætti Arnar við sem vildi þó ekki meina að þetta hafi verið fullkominn leikur. „Við þurfum meiri tíma til að slípa okkur saman og eigum eftir að rekast á veggi áður en við verðum fullkomlega sáttir með okkar leik.“Einar: Köstuðum í hendurnar á þeim Einar Jónsson var lengi inni í klefa að fara yfir hlutina með leikmönnum sínum eftir leik en hann var alls ekki ánægður með spilamennskuna. „Auðvitað vonbrigði hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn, við vorum bara alls ekki góðir, fórum mjög illa með upplögð marktækifæri og svo fannst mér vanta upp á markvörsluna líka,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Eftir korter er botninn dottinn úr þessu hjá okkur og Eyjamennirnir voru góðir, þeir spiluðu mjög vel í dag,“ bætti Einar við. Aðspurður hvað varð til þess að Stjarnan missti leik sinn svona niður sagði Einar að þetta hafi ekki verið þeirra dagur. „Það er erfitt að segja, það gekk ekkert upp, við vorum að kasta í hendurnar á þeim, við fórum illa með færi og vörnin opnast mjög illa hjá okkur,“ sagði Einar. „Það eru ákveðin atriði sem fara úrskeiðis og þá refsar lið eins og ÍBV manni grimmilega.“ ÍBV var sjö mörkum yfir í hálfleik og þá var brekkan framundan orðin brött hjá Stjörnunni. „Þetta var aldrei búið, en erfiður hjalli klárlega, mér fannst við byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti og náum 3-0 kafla og fengum tækifæri að koma þessu í leik, en færanýtingin varð okkur að falli í dag,“ Ólaf Gústafsson vantaði í dag en hann er lykilmaður og skoraði til að mynda 10 mörk í seinasta leik. „Það vantar mikið þegar það vantar Óla, en það þýðir ekkert að skýla sér bak við það, við erum með nógu gott lið til að geta spilað betur en í dag,“ sagði Einar. Þá var Einar ekki sáttur með dómara leiksins en honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni. „Í hreinskilni, fannst mér þeir dæma með ÍBV í þessum leik en það hefur ekkert með úrslitin að gera, við vorum lélegri en dómararnir á löngum köflum en það var klárlega ósamræmi í dómgæslunni.“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
ÍBV vann Stjörnuna með sjö marka mun, 30-23, í fimmtu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum komst stjörnum prýdd lið Eyjamanna aftur á sigurbraut en liðið tapaði með sex mörkum fyrir FH í síðustu umferð. Þetta er aftur á móti fyrsta tap nýliða Stjörnunnar í deildinni en liðið byrjaði mótið á tveimur sigrum og tveimur jafnteflum. ÍBV leiddi frá upphafi til enda og var með sjö marka forskot, 17-10, í hálfleik. Mest náði Stjarnan að minnka muninn niður í fjögur mörk, 18-14. Theodór Sigurbjörnsson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Agnar Smári Jónsson sjö en Starri Friðriksson var markahæstur hjá Stjörnunni með sex mörk. Það var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi vinna í viðureign ÍBV og Stjörnunnar í Vestmannaeyjum í dag. Í liði ÍBV vantaði 4 sterka leikmenn og komu mörg ný nöfn inn í liðið í dag. Það er óhætt að segja að þeir hafi staðið sig mjög vel í dag og er ljóst að það eru mörg spennandi nöfn að koma upp hjá ÍBV. Hjá Stjörnunni vantaði helst Ólaf Gústafsson sem skoraði 10 mörk í síðasta leik og munaði nokkuð um hann. ÍBV byrjaði betur og Stjarnan náði ekki að setja mark á töflunar fyrr en tæpar 8 mínútur voru liðnar af leiknum og var staðan þá 3-1. Hálfleikstölur voru 17-10, heimamönnum í vil. Garðbæingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin en eftir það tóku Eyjamönn öll völd aftur og kláruðu leikinn. 30-23 urðu lokatölur og fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu staðreynd. Þá er ÍBV enn með fullt hús stiga á heimavelli. Kolbeinn Aron var í miklum ham í marki ÍBV og var með 11 varin skot eða 35% vörslu. Þá var Theodór Sigurbjörnsson markahæstur með 9 mörk í dag. Starri Friðriksson var atkvæðamestur hjá Stjörnunni, setti 6 mörk í dag, en það dugði ekki til.Arnar: Fyrri hálfleikur frábær Arnar Pétursson var sáttur eftir sjö marka sigur á Stjörnunni í dag. „Ég er ánægðastur með svörunina eftir seinasta leik, Sindri (Haraldsson), sem er mjög vel gefinn drengur var skynsamur í dag og okkur munar um hann þegar við erum í svona meiðslapakka,“ sagði Arnar. Hann var sérstaklega ánægður með hvernig sínir menn stigu upp eftir skellinn í síðustu umferð „FH-leikurinn var frábær í 20 mínútur af okkar hálfu en við missum Sindra út af og Magga í meiðsli og eftir það erum við í vandræðum í vörninni og töpum sannfærandi fyrir góðu FH-liði,“ „Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkur í dag, Stjarnan er gott lið, voru taplausir fyrir þennan leik, þeir eru skynsamir og með flottan þjálfara,“ sagði Arnar Margir ungir leikmenn komu inn í hópinn hjá ÍBV í dag og Arnar var verulega ángæður með þeirra framlag. „Við eigum langt í land ennþá og fullt af hlutum sem við getum lagað, en ég er gríðarlega stoltur af þessari frammistöðu, við erum að spila á mörgum ungum strákum og skora sín fyrstu mörk og ég er stoltur af þessum peyjum,“ sagði Arnar. „Þessir strákar hafa unnið titla og gert flotta hluti í yngri flokkunum og þeirra tími er að koma og svona viljum við gera þetta, gefa þeim tækifæri með reynsluboltunum og við erum hægt og rólega að spila okkur í gang,“ bætti Arnar við sem vildi þó ekki meina að þetta hafi verið fullkominn leikur. „Við þurfum meiri tíma til að slípa okkur saman og eigum eftir að rekast á veggi áður en við verðum fullkomlega sáttir með okkar leik.“Einar: Köstuðum í hendurnar á þeim Einar Jónsson var lengi inni í klefa að fara yfir hlutina með leikmönnum sínum eftir leik en hann var alls ekki ánægður með spilamennskuna. „Auðvitað vonbrigði hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn, við vorum bara alls ekki góðir, fórum mjög illa með upplögð marktækifæri og svo fannst mér vanta upp á markvörsluna líka,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Eftir korter er botninn dottinn úr þessu hjá okkur og Eyjamennirnir voru góðir, þeir spiluðu mjög vel í dag,“ bætti Einar við. Aðspurður hvað varð til þess að Stjarnan missti leik sinn svona niður sagði Einar að þetta hafi ekki verið þeirra dagur. „Það er erfitt að segja, það gekk ekkert upp, við vorum að kasta í hendurnar á þeim, við fórum illa með færi og vörnin opnast mjög illa hjá okkur,“ sagði Einar. „Það eru ákveðin atriði sem fara úrskeiðis og þá refsar lið eins og ÍBV manni grimmilega.“ ÍBV var sjö mörkum yfir í hálfleik og þá var brekkan framundan orðin brött hjá Stjörnunni. „Þetta var aldrei búið, en erfiður hjalli klárlega, mér fannst við byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti og náum 3-0 kafla og fengum tækifæri að koma þessu í leik, en færanýtingin varð okkur að falli í dag,“ Ólaf Gústafsson vantaði í dag en hann er lykilmaður og skoraði til að mynda 10 mörk í seinasta leik. „Það vantar mikið þegar það vantar Óla, en það þýðir ekkert að skýla sér bak við það, við erum með nógu gott lið til að geta spilað betur en í dag,“ sagði Einar. Þá var Einar ekki sáttur með dómara leiksins en honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni. „Í hreinskilni, fannst mér þeir dæma með ÍBV í þessum leik en það hefur ekkert með úrslitin að gera, við vorum lélegri en dómararnir á löngum köflum en það var klárlega ósamræmi í dómgæslunni.“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira