Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 12:06 Sigmundur Davíð fer bjartsýnn á Flokksþingið og inn í kosningar. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44