Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 10:44 Svikalogn ríkir nú fyrir komandi Flokksþing þar sem bræður munu berjast. Mikil barátta fer hins vegar fram bak við tjöldin og á öllum póstum. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16