Tekist á um framtíð þjóðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2016 07:00 Úr þingsal. Vísir Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira