Ætla að endurheimta gullið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2016 06:00 Íslensku keppnisliðin hafa æft af kappi síðastliðnar vikur og mánuði fyrir EM í Slóveníu sem hefst eftir rúmar tvær vikur. vísir/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig. Aðrar íþróttir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira