Útlit fyrir að þinglokum verði frestað 26. september 2016 19:15 Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira