"Markið" í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2016 16:31 vísir/hanna/stefán Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira