„Framsóknarflokkurinn hefur gengið í gegnum erfiða tíma á síðustu vikum og mánuðum. Fjölmargir flokksmenn hafa kallað eftir breytingum á forystu flokksins og hefur því kalli nú verið svarað. Eftir vandlega íhugun hef ég tekið þá ákvörðun að verði nýr formaður kjörinn á flokksþinginu mun ég bjóða mig fram sem varaformaður Framsóknarflokksins,“ skrifar Eygló.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti á Facebook síðu sinni fyrr í dag stuðningsyfirlýsingu við Sigurð Inga Jóhannsson og Haraldur Einarsson, þingmaður flokksins í suðurkjördæmi, hefur einnig lýst því yfir að Sigurður Ingi sé traustur og öflugur leiðtogi.
Fréttin er í vinnslu.