Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Sveinn Arnarsson skrifar 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi segir ákvörðunin um að gefa kost á sér í formannsframboð hafa verið sér erfiða. Vísir/Jóhann K Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist hafa ákveðið að greina frá formannsframboði sínu til Framsóknarflokksins í gær til þess að ekki yrði óeðlileg spenna í loftinu á kjördæmaþingi flokksins í Suðurkjördæmi í dag. Þar gaf Sigurður Ingi kost á sér í fyrsta sæti listans og hlaut 100% atkvæða.Staða Sigmundar Davíðs innan Framsóknar virðist ekki eins traust og hann hefur sagt hana vera í viðtölum við fjölmiðla.VísirEr bjartsýnn á sigurSigurður Ingi segir þá ákvörðun að gefa kost á sér í formannssætið upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni hafa verið sér erfiða. „Það hefur ekki leynst neinum að það er ólga innan Framsóknarflokksins um forustuna og formanninn,” segir Sigurður Ingi. “Ég hef fundið það í samtölum að þrýstingur og áskoranir um að ég gefi kost á mér hafa aukist síðustu vikurnar. Mér fannst eðlilegast að hleypa þessari ólgu út með þeim lýðræðislega hætti að setja það í hendurnar á flokksmönnum á flokksþingi.“Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sagt, ertu að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Alls ekki. Ég lagði mig satt best að segja mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég varð forsætisráðherra, að verja hann og skapa honum svigrúm og að koma í veg fyrir að það yrðu fylkingar innan Framsóknarflokksins. Það hefur gengið mjög vel eftir. Það var ekki sjálfgefið að það tækist að búa til þessa stöðu þar sem þingið og ríkisstjórnin hefur getað klárað mörg og mikilvæg mál sem skipta máli fyrir land og þjóð. Það er ljóst að á síðustu vikum hefur það kristallast að það er ekki samstaða innan flokksins um formanninn.“Hefur verið rætt um það við Sigmund Davíð að stíga til hliðar fyrir flokksþingið næstu helgi?„Ég veit ekkert um það. Ég tók mína ákvörðun í gær grundvallaða á því mati sem ég varð að meta miðað við áskoranir sem ég hef fengið.“Hvernig meturðu möguleika þína í formannsframboðinu næstu helgi?„Maður býður sig auðvitað ekki fram nema að maður telji að möguleikarnir séu góðir en það er hins vegar í höndum flokksmanna.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16