Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 24. september 2016 12:16 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, mætir á einn af þingflokksfundum Framsóknar þegar Panama-stormurinn stóð sem hæst. vísir/vilhelm Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur það lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að velja á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem formann flokksins. Tilkynning Sigurðar Inga um að hann ætli í formannsframboð gegn Sigmundi Davíð hefur vakið mikla athygli. Fréttastofa reyndi í morgun að ná tali af ráðherrum framsóknar vegna málsins. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur og Eygló Harðardóttur og Gunnar Bragi Sveinsson baðst undan viðtali. „Ég held ég hafi bara sagt alla tíð að mér finnst ótrúlega flott og við erum lánsöm að hafa átt svona flottan foringja sem hefur gert mikla hluti. Þegar ég lít nú yfir farinn veg þá er ég mjög sátt og hamingjusöm að hafa fengið að taka þátt í því að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð og síðan Sigurði Inga,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgiVísir/EyþórÞögul sem gröfin um hvern hún kýs „Mér finnst þetta tveir mjög miklir leiðtogar og hæfileikamenn. Þannig að ég er hrifin af þeim báðum og það er lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að eiga tvo svona öfluga leiðtoga. En flokkurinn verður að velja og við öll og það gerum við um næstum helgi.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var í gær kallaður saman með stuttum fyrirvara til að ræða forystu flokksins. Sigrún vill ekkert gefa upp um hvern hún hyggst kjósa næstu helgi en hún hefur áður lýst opinberlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð. Hún segir síðastliðið hálft ár hafa verið erfitt og að það sé ekki gott að horfa upp á leiðtoga sinn engjast. „Það ríkir náttúrulega ekki hamingja meðal Framsóknarmanna eins og gengið hefur á gagnvart honum í hálft ár, það náttúrulega segir sig alveg sjálft. Það er ekki þannig. Okkur hefur fundist þetta örðugur tími á margan hátt og maður gleðst ekki þegar maður sér leiðtoga sinn engjast.“Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Friðrik ÞórVigdís á von á stórsigri Sigmundar Enginn þeirra þingmanna Framsóknarflokksins sem fréttastofa ræddi við í morgun vildi tjá sig um málið í fjölmiðlum að undanskilinni Vigdísi Hauksdóttur. Hún telur að Sigmundur Davíð vinni stórsigur á flokksþinginu. „Bara frábært að vera með kosningu um formanninn á flokksþinginu. Það sýnir að það sé líf í flokknum. Ég tel að Sigmundur Davíð komi til með að vinna mikinn sigur á þessu flokksþingi. Svona svipað eins og hann vann í kjördæmi sínu núna síðustu helgi. Svo kannski bara hugsar Sigurður Ingi þetta þannig að bjóða flokksmönnum upp á val þannig að það er bara frábært. Lýðræðið er gott,“ segir Vigdís. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur það lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að velja á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem formann flokksins. Tilkynning Sigurðar Inga um að hann ætli í formannsframboð gegn Sigmundi Davíð hefur vakið mikla athygli. Fréttastofa reyndi í morgun að ná tali af ráðherrum framsóknar vegna málsins. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur og Eygló Harðardóttur og Gunnar Bragi Sveinsson baðst undan viðtali. „Ég held ég hafi bara sagt alla tíð að mér finnst ótrúlega flott og við erum lánsöm að hafa átt svona flottan foringja sem hefur gert mikla hluti. Þegar ég lít nú yfir farinn veg þá er ég mjög sátt og hamingjusöm að hafa fengið að taka þátt í því að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð og síðan Sigurði Inga,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgiVísir/EyþórÞögul sem gröfin um hvern hún kýs „Mér finnst þetta tveir mjög miklir leiðtogar og hæfileikamenn. Þannig að ég er hrifin af þeim báðum og það er lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að eiga tvo svona öfluga leiðtoga. En flokkurinn verður að velja og við öll og það gerum við um næstum helgi.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var í gær kallaður saman með stuttum fyrirvara til að ræða forystu flokksins. Sigrún vill ekkert gefa upp um hvern hún hyggst kjósa næstu helgi en hún hefur áður lýst opinberlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð. Hún segir síðastliðið hálft ár hafa verið erfitt og að það sé ekki gott að horfa upp á leiðtoga sinn engjast. „Það ríkir náttúrulega ekki hamingja meðal Framsóknarmanna eins og gengið hefur á gagnvart honum í hálft ár, það náttúrulega segir sig alveg sjálft. Það er ekki þannig. Okkur hefur fundist þetta örðugur tími á margan hátt og maður gleðst ekki þegar maður sér leiðtoga sinn engjast.“Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Friðrik ÞórVigdís á von á stórsigri Sigmundar Enginn þeirra þingmanna Framsóknarflokksins sem fréttastofa ræddi við í morgun vildi tjá sig um málið í fjölmiðlum að undanskilinni Vigdísi Hauksdóttur. Hún telur að Sigmundur Davíð vinni stórsigur á flokksþinginu. „Bara frábært að vera með kosningu um formanninn á flokksþinginu. Það sýnir að það sé líf í flokknum. Ég tel að Sigmundur Davíð komi til með að vinna mikinn sigur á þessu flokksþingi. Svona svipað eins og hann vann í kjördæmi sínu núna síðustu helgi. Svo kannski bara hugsar Sigurður Ingi þetta þannig að bjóða flokksmönnum upp á val þannig að það er bara frábært. Lýðræðið er gott,“ segir Vigdís.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00