Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sveinn Arnarsson skrifar 24. september 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson vék af þingflokksfundi eftir um 90 mínútur og hélt til Akureyrar. Fréttablaðið/Eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti í gær um framboð sitt til formennsku í Framsóknarflokknum. Sagði hann ákvörðunina hafa verið erfiða en á síðustu vikum hefði hann ekki getað hunsað þrýsting flokksmanna. Sigurður Ingi valdi að tilkynna um framboð sitt í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns. „Ég vil segja að síðustu vikurnar hafa gert það að verkum að ég hef farið að hugsa um þetta af einhverri alvöru,“ segir Sigurður Ingi.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgi Fréttablaðið/EyþórHann segir flokkinn ekki á góðum stað núna. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var kallaður saman með skömmum fyrirvara til fundar í Alþingishúsinu í hádeginu í gær til að ræða forystu flokksins. Í rúmar þrjár klukkustundir fundaði þingflokkurinn um stöðu formannsins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru umræður erfiðar en hreinskilnislegar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tilkynnti Sigurður Ingi ekki um formannsframboð á fundinum.Frá lyklaskiptum Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga í vor.„Þetta er óvenjuharkalegt uppgjör sem er að verða innan flokksins en yfirleitt hefur það verið með öðrum hætti en að formaðurinn sé skoraður á hólm korteri fyrir kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hann segir val Framsóknarflokksins nú snúast að miklu leyti um hvor þeirra sé líklegri til að geta komið flokknum aftur í ríkisstjórn. „Það er augljóst að Sigmundur Davíð er umdeildasti stjórnmálamaður landsins og aðrir leiðtogar myndu helst vilja sleppa því að vinna með honum. Sigurður Ingi hefur hins vegar reynst sitja á friðarstóli sem forsætisráðherra og virðist njóta trausts og virðingar annarra forystumanna í stjórnmálum. Það skiptir máli í því mati sem Framsóknarmenn standa frammi fyrir.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti í gær um framboð sitt til formennsku í Framsóknarflokknum. Sagði hann ákvörðunina hafa verið erfiða en á síðustu vikum hefði hann ekki getað hunsað þrýsting flokksmanna. Sigurður Ingi valdi að tilkynna um framboð sitt í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns. „Ég vil segja að síðustu vikurnar hafa gert það að verkum að ég hef farið að hugsa um þetta af einhverri alvöru,“ segir Sigurður Ingi.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgi Fréttablaðið/EyþórHann segir flokkinn ekki á góðum stað núna. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var kallaður saman með skömmum fyrirvara til fundar í Alþingishúsinu í hádeginu í gær til að ræða forystu flokksins. Í rúmar þrjár klukkustundir fundaði þingflokkurinn um stöðu formannsins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru umræður erfiðar en hreinskilnislegar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tilkynnti Sigurður Ingi ekki um formannsframboð á fundinum.Frá lyklaskiptum Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga í vor.„Þetta er óvenjuharkalegt uppgjör sem er að verða innan flokksins en yfirleitt hefur það verið með öðrum hætti en að formaðurinn sé skoraður á hólm korteri fyrir kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hann segir val Framsóknarflokksins nú snúast að miklu leyti um hvor þeirra sé líklegri til að geta komið flokknum aftur í ríkisstjórn. „Það er augljóst að Sigmundur Davíð er umdeildasti stjórnmálamaður landsins og aðrir leiðtogar myndu helst vilja sleppa því að vinna með honum. Sigurður Ingi hefur hins vegar reynst sitja á friðarstóli sem forsætisráðherra og virðist njóta trausts og virðingar annarra forystumanna í stjórnmálum. Það skiptir máli í því mati sem Framsóknarmenn standa frammi fyrir.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56