Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2016 22:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. Sagði Bjarni að það væri „galið“ að ganga til kosninga nú með aðild að sambandinu á stefnuskránni þar sem það væri þvert á vilja þjóðarinnar. Evrópusambandið var ekki mikið til umræðu í kappræðunum í kvöld en komst þá á dagskrá þegar Heiðar Örn Sigurfinnsson spurði Benedikt hvort Viðreisn ætlaði að berjast fyrir inngöngu í Evrópusambandið. „Við munum berjast fyrir því og það er nú bara mjög gott að þú spyrð um þetta því það var helsta loforð þessara manna sem standa hérna sitt hvoru megin við mig...“ sagði Benedikt en hann stóð á milli Bjarna og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og heyrðist í Bjarna: „Það er rangt.“ „Bíddu, ég er ekki búinn að segja hvert loforðið var,“ sagði Benedikt og sagði svo að Bjarni hefði tekið það fram fyrir kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi berjast fyrir því að kosið yrði um aðild að ESB á fyrri hluta kjörtímabilsins, en eins og kunnugt er töluðu Sjálfstæðismenn ítrekað um það fyrir síðustu kosningar að þjóðin fengi að kjósa um það hvort haldið yrði áfram með aðildarviðræðurnar sem hófust í tíð ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar.Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna ESB ekki helsta loforðiðBenedikt sagði þetta loforð hafa verið svo heilagt að það hafi verið sérstaklega tekið fram að það yrði staðið við það. „Svo er allt í einu fundinn upp einhver „pólitískur ómöguleiki.“ Er það nema von að fólk vantreysti slíku stjórnmálabakstri þegar allir flokkarnir hver á fætur bregðast við með þessum hætti? Það er krafa um breytingar, það er krafa um að byggja upp traust,“ sagði Benedikt. Bjarni brást við þessum orðum hans og sagði það rangt að þjóðaratkvæðagreiðsla vegna ESB hafi verið helsta loforð Sjálfstæðisflokksins fyrir seinustu kosningar. „Okkar loforð hefur staðið til þess að halda íslandi utan Evrópusambandsins og það er ágætt að Benedikt gengst við því hér að hans flokkur vill ganga í Evrópusambandið vegna þess að það hefur verið alltof mikið af viðræðusinnum í Evrópumálum á íslandi,“ sagði Bjarni. Hann sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að fara inn í ESB en inntur eftir loforðinu um þjóðaratkvæðagreiðslu sagði hann: „Ég hef margoft farið yfir það hvernig það mál hefur verið hvernig dettur mönnum í hug að ein ríkisstjórn þar sem að enginn ráðherra styður inngöngu í Evrópusambandið og það er ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga í Evrópusambandið að slík ríkisstjórn eigi að fara að setja af stað viðræður við Evrópusambandið þetta á maður ekki að þurfa að ræða hér af einhverri alvöru þetta er svo augljóst og það sem er líka augljóst er það að okkar stefna og það er í samræmi við vilja landsmanna.“Flokkarnir sem hófu aðildarviðræðurnar „rassskelltir“ í seinustu kosningumAðspurður hvernig nokkrum manni hefði þá dottið í hug að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar sagði Bjarni að kjarninn í því hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljugur til þess að beita þjóðaratkvæðagreiðslum til þess að höggva á hnúta þegar þess hafi þurft en ESB-málið hafi atvikast eins og það gerði. Hann sagði síðan að úrslit síðustu kosninga hafa verið skýr; flokkarnir sem hafi talað gegn því að fara í ESB hafi unnið en flokkarnir sem hófu aðildarviðræðurnar hafi verið „rassskelltir í kosningunum.“ „Þetta er svo einfalt og hefur einhver séð einhvern tímann könnun um það að Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið hvers vegna er verið að ræða þetta mál og hvers vegna er verið að ganga til kosninga með það sem stefnu að ganga í Evrópusambandið þvert á vilja landsmanna. Það er auðvitað galið og meira að segja hörðustu Evrópusinnar hafa engan áhuga á því.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. Sagði Bjarni að það væri „galið“ að ganga til kosninga nú með aðild að sambandinu á stefnuskránni þar sem það væri þvert á vilja þjóðarinnar. Evrópusambandið var ekki mikið til umræðu í kappræðunum í kvöld en komst þá á dagskrá þegar Heiðar Örn Sigurfinnsson spurði Benedikt hvort Viðreisn ætlaði að berjast fyrir inngöngu í Evrópusambandið. „Við munum berjast fyrir því og það er nú bara mjög gott að þú spyrð um þetta því það var helsta loforð þessara manna sem standa hérna sitt hvoru megin við mig...“ sagði Benedikt en hann stóð á milli Bjarna og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og heyrðist í Bjarna: „Það er rangt.“ „Bíddu, ég er ekki búinn að segja hvert loforðið var,“ sagði Benedikt og sagði svo að Bjarni hefði tekið það fram fyrir kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi berjast fyrir því að kosið yrði um aðild að ESB á fyrri hluta kjörtímabilsins, en eins og kunnugt er töluðu Sjálfstæðismenn ítrekað um það fyrir síðustu kosningar að þjóðin fengi að kjósa um það hvort haldið yrði áfram með aðildarviðræðurnar sem hófust í tíð ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar.Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna ESB ekki helsta loforðiðBenedikt sagði þetta loforð hafa verið svo heilagt að það hafi verið sérstaklega tekið fram að það yrði staðið við það. „Svo er allt í einu fundinn upp einhver „pólitískur ómöguleiki.“ Er það nema von að fólk vantreysti slíku stjórnmálabakstri þegar allir flokkarnir hver á fætur bregðast við með þessum hætti? Það er krafa um breytingar, það er krafa um að byggja upp traust,“ sagði Benedikt. Bjarni brást við þessum orðum hans og sagði það rangt að þjóðaratkvæðagreiðsla vegna ESB hafi verið helsta loforð Sjálfstæðisflokksins fyrir seinustu kosningar. „Okkar loforð hefur staðið til þess að halda íslandi utan Evrópusambandsins og það er ágætt að Benedikt gengst við því hér að hans flokkur vill ganga í Evrópusambandið vegna þess að það hefur verið alltof mikið af viðræðusinnum í Evrópumálum á íslandi,“ sagði Bjarni. Hann sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að fara inn í ESB en inntur eftir loforðinu um þjóðaratkvæðagreiðslu sagði hann: „Ég hef margoft farið yfir það hvernig það mál hefur verið hvernig dettur mönnum í hug að ein ríkisstjórn þar sem að enginn ráðherra styður inngöngu í Evrópusambandið og það er ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga í Evrópusambandið að slík ríkisstjórn eigi að fara að setja af stað viðræður við Evrópusambandið þetta á maður ekki að þurfa að ræða hér af einhverri alvöru þetta er svo augljóst og það sem er líka augljóst er það að okkar stefna og það er í samræmi við vilja landsmanna.“Flokkarnir sem hófu aðildarviðræðurnar „rassskelltir“ í seinustu kosningumAðspurður hvernig nokkrum manni hefði þá dottið í hug að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar sagði Bjarni að kjarninn í því hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljugur til þess að beita þjóðaratkvæðagreiðslum til þess að höggva á hnúta þegar þess hafi þurft en ESB-málið hafi atvikast eins og það gerði. Hann sagði síðan að úrslit síðustu kosninga hafa verið skýr; flokkarnir sem hafi talað gegn því að fara í ESB hafi unnið en flokkarnir sem hófu aðildarviðræðurnar hafi verið „rassskelltir í kosningunum.“ „Þetta er svo einfalt og hefur einhver séð einhvern tímann könnun um það að Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið hvers vegna er verið að ræða þetta mál og hvers vegna er verið að ganga til kosninga með það sem stefnu að ganga í Evrópusambandið þvert á vilja landsmanna. Það er auðvitað galið og meira að segja hörðustu Evrópusinnar hafa engan áhuga á því.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00