Hungruð að komast inn í búrið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2016 06:00 Söguleg stund. Sunna Rannveig er mætt til Kansas City og ætlar sér stóra hluti í búrinu í nótt. Hún er hér í sólinni ytra. mynd/mjolnir.is/kjartan páll „Mér líður mjög vel og er tilbúin,“ segir Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir en hún var í slökun á hótelherbergi sínu er Fréttablaðið heyrði í henni. Hún hafði náð vigt fyrr um daginn en hún var 52,2 kíló á vigtinni. Hún mun mæta hinni bandarísku Ashley „Doll Face“ Greenway í búrinu rétt eftir miðnætti í kvöld. Þetta er bardagi á vegum Invicta-bardagasambandsins en þar berjast aðeins konur. Stelpurnar sem berjast í UFC voru flestar í Invicta áður en þær fóru yfir til UFC.Heilbrigður niðurskurður Greenway á einn atvinnubardaga að baki sem hún vann eftir dómaraákvörðun. Hún barðist tólf sinnum sem áhugamaður og vann átta af þeim bardögum. Þær eru báðar 31 árs gamlar en Greenway hefur aðeins meiri reynslu. „Þetta var rosalega góður niðurskurður hjá mér. Mjög heilbrigður og mér leið vel allan tímann,“ segir Sunna en hún byrjaði að létta sig fyrir um sex vikum. Þá var hún tæpum ellefu kílóum þyngri en hún er í dag. „Ég var orðin þyngri en ég venjulega er. Ég er vön því að vera 57-59 kíló en ég bætti á mig miklu af vöðvum og fór því upp í 63 kíló. Ég fór að breyta æfingunum mínum síðustu vikur þannig að ég væri ekki að pumpa vöðvana. Fór meira að hjóla og svona. Fór á gott og heilbrigt mataræði. Ég þurfti bara að losa mig við 1,7 kíló fyrir vigtunina. Það rann af mér í baðinu og var lítið mál. Mér líður vel og er með skýran huga.“ Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel fyrir bardagann og eftir allt puðið er loksins komið að stóru stundinni að hún berjist sinn fyrsta atvinnumannabardaga.Andlega hliðin í góðu lagi „Það er rosalega góð tilfinning. Fókusinn er mjög góður hjá mér, líkaminn er góður og andlega hliðin er í fínu lagi. Nú er ég bara að hlaða batteríin og borða svolítið af kolvetnum. Ég er eins tilbúin og ég get orðið. Morgundagurinn má bara koma núna. Ég er hungruð að komast inn í búrið,“ segir Sunna og hlær við. Leynir sér ekki að hún er í góðu andlegu jafnvægi og líður vel. Sunna varð Evrópumeistari í MMA áhugamanna fyrir tæpu ári og í kjölfarið ákvað hún að gerast atvinnumaður. Hún hefur lagt mikið á sig og er gríðarlega ánægð með æfingabúðirnar.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan pállLærði að meta hvíldina „Þetta eru bestu æfingabúðir sem ég hef farið í. Ég var með mínu liði heima á Íslandi og það var rosalega vel haldið utan um okkur. Við gerðum ýmsar breytingar á æfingafyrirkomulaginu, tókum inn reglulega hvíldardaga. Ég þarf á því að halda að mér sé sagt að hvíla og ég finn að það gefa mér mjög mikið. Ég hef komist að því núna að hvíldin er jafn mikilvæg og æfingarnar,“ segir Sunna og bætir við að öll aðstaða hjá Invicta í Kansas City sé til fyrirmyndar. Hún hefur nýtt tímann í Bandaríkjunum til þess að vinna í andlegu hliðinni sem skiptir ekki síður miklu máli. „Það er steikjandi hiti hérna og ég hef reynt að hafa eins hægt um mig og mögulegt er. Er ein á hótelherbergi við hliðina á hóteli strákanna sem eru með mér. Ég er þar ein í eigin hugarheimi. Þar er ég að hugleiða, gera jóga, lesa og hlusta á tónlist. Strákarnir hafa skoðað borgina fyrir mig og við vitum því hvert við viljum fara eftir bardagann,“ segir Sunna yfirveguð.Ég mun vinna Sunnu líst vel á andstæðinginn sem bíður hennar og er spennt fyrir því að mæta í búrið með Greenway. „Mér líst rosalega vel á hana. Þetta er áhugaverður andstæðingur með svipaðan bakgrunn og ég. Hún er reyndar með aðeins meiri reynslu en ég tek ekkert mark á því. Ég er miklu meira tilbúin en hún. Ég er ánægð með að fá þennan andstæðing og það verður gaman að takast á við hana og það er enginn vafi í mínum huga að ég mun standa uppi sem sigurvegari,“ segir Sunna Rannveig ákveðin en Greenway skrifaði á Twitter að hún væri með mikla innbyrgða reiði og gæti ekki beðið eftir því að kýla Sunnu. „Ég vissi ekki af þessu og er lítið að spá í samfélagsmiðlunum. Ég er að hugsa um mig og kippi mér ekkert upp við þetta.“Mun finna leið til að klára hana Eins og áður segir efast Sunna ekki um að hún muni vinna en hvernig telur hún að bardaginn muni þróast? „Ég er tilbúin að takast á við allt sem verður á vegi mínum. Ég sé hana alveg fyrir mér koma með látum í mig. Þar mun ég finna leið til þess að refsa henni og síðan mun ég finna leið til þess að klára hana. Hvort sem það verður með höggum eða í gólfinu. Þetta verður frábær dagur og ég get ekki beðið eftir því að fara að sofa svo ég geti vaknað á morgun.“ MMA Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira
„Mér líður mjög vel og er tilbúin,“ segir Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir en hún var í slökun á hótelherbergi sínu er Fréttablaðið heyrði í henni. Hún hafði náð vigt fyrr um daginn en hún var 52,2 kíló á vigtinni. Hún mun mæta hinni bandarísku Ashley „Doll Face“ Greenway í búrinu rétt eftir miðnætti í kvöld. Þetta er bardagi á vegum Invicta-bardagasambandsins en þar berjast aðeins konur. Stelpurnar sem berjast í UFC voru flestar í Invicta áður en þær fóru yfir til UFC.Heilbrigður niðurskurður Greenway á einn atvinnubardaga að baki sem hún vann eftir dómaraákvörðun. Hún barðist tólf sinnum sem áhugamaður og vann átta af þeim bardögum. Þær eru báðar 31 árs gamlar en Greenway hefur aðeins meiri reynslu. „Þetta var rosalega góður niðurskurður hjá mér. Mjög heilbrigður og mér leið vel allan tímann,“ segir Sunna en hún byrjaði að létta sig fyrir um sex vikum. Þá var hún tæpum ellefu kílóum þyngri en hún er í dag. „Ég var orðin þyngri en ég venjulega er. Ég er vön því að vera 57-59 kíló en ég bætti á mig miklu af vöðvum og fór því upp í 63 kíló. Ég fór að breyta æfingunum mínum síðustu vikur þannig að ég væri ekki að pumpa vöðvana. Fór meira að hjóla og svona. Fór á gott og heilbrigt mataræði. Ég þurfti bara að losa mig við 1,7 kíló fyrir vigtunina. Það rann af mér í baðinu og var lítið mál. Mér líður vel og er með skýran huga.“ Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel fyrir bardagann og eftir allt puðið er loksins komið að stóru stundinni að hún berjist sinn fyrsta atvinnumannabardaga.Andlega hliðin í góðu lagi „Það er rosalega góð tilfinning. Fókusinn er mjög góður hjá mér, líkaminn er góður og andlega hliðin er í fínu lagi. Nú er ég bara að hlaða batteríin og borða svolítið af kolvetnum. Ég er eins tilbúin og ég get orðið. Morgundagurinn má bara koma núna. Ég er hungruð að komast inn í búrið,“ segir Sunna og hlær við. Leynir sér ekki að hún er í góðu andlegu jafnvægi og líður vel. Sunna varð Evrópumeistari í MMA áhugamanna fyrir tæpu ári og í kjölfarið ákvað hún að gerast atvinnumaður. Hún hefur lagt mikið á sig og er gríðarlega ánægð með æfingabúðirnar.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan pállLærði að meta hvíldina „Þetta eru bestu æfingabúðir sem ég hef farið í. Ég var með mínu liði heima á Íslandi og það var rosalega vel haldið utan um okkur. Við gerðum ýmsar breytingar á æfingafyrirkomulaginu, tókum inn reglulega hvíldardaga. Ég þarf á því að halda að mér sé sagt að hvíla og ég finn að það gefa mér mjög mikið. Ég hef komist að því núna að hvíldin er jafn mikilvæg og æfingarnar,“ segir Sunna og bætir við að öll aðstaða hjá Invicta í Kansas City sé til fyrirmyndar. Hún hefur nýtt tímann í Bandaríkjunum til þess að vinna í andlegu hliðinni sem skiptir ekki síður miklu máli. „Það er steikjandi hiti hérna og ég hef reynt að hafa eins hægt um mig og mögulegt er. Er ein á hótelherbergi við hliðina á hóteli strákanna sem eru með mér. Ég er þar ein í eigin hugarheimi. Þar er ég að hugleiða, gera jóga, lesa og hlusta á tónlist. Strákarnir hafa skoðað borgina fyrir mig og við vitum því hvert við viljum fara eftir bardagann,“ segir Sunna yfirveguð.Ég mun vinna Sunnu líst vel á andstæðinginn sem bíður hennar og er spennt fyrir því að mæta í búrið með Greenway. „Mér líst rosalega vel á hana. Þetta er áhugaverður andstæðingur með svipaðan bakgrunn og ég. Hún er reyndar með aðeins meiri reynslu en ég tek ekkert mark á því. Ég er miklu meira tilbúin en hún. Ég er ánægð með að fá þennan andstæðing og það verður gaman að takast á við hana og það er enginn vafi í mínum huga að ég mun standa uppi sem sigurvegari,“ segir Sunna Rannveig ákveðin en Greenway skrifaði á Twitter að hún væri með mikla innbyrgða reiði og gæti ekki beðið eftir því að kýla Sunnu. „Ég vissi ekki af þessu og er lítið að spá í samfélagsmiðlunum. Ég er að hugsa um mig og kippi mér ekkert upp við þetta.“Mun finna leið til að klára hana Eins og áður segir efast Sunna ekki um að hún muni vinna en hvernig telur hún að bardaginn muni þróast? „Ég er tilbúin að takast á við allt sem verður á vegi mínum. Ég sé hana alveg fyrir mér koma með látum í mig. Þar mun ég finna leið til þess að refsa henni og síðan mun ég finna leið til þess að klára hana. Hvort sem það verður með höggum eða í gólfinu. Þetta verður frábær dagur og ég get ekki beðið eftir því að fara að sofa svo ég geti vaknað á morgun.“
MMA Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti