Fyrsta mark Finns Orra tekið af honum: „Smurði hnetusmjöri á epli og hélt áfram með lífið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 12:00 Finnur Orri Margeirsson fagnar markinu sem var svo tekið af honum. vísir/ernir Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00