Lokaorrustan er í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2016 08:00 Breiðablik og Fjölnir mætast í sannkölluðum Evrópuslag á Kópavogsvelli. vísir/hanna Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira