Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 16:00 Björn Bergmann Sigurðarson skýtur að marki í eina A-landsleiknum sínum. vísir/valli Stærstu tíðindin í íslenska landsliðshópnum fyrir leikina tvo gegn Finnlandi og Tyrklandi í næstu viku eru þau að Björn Bergmann Sigurðarson snýr aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Fótboltaferill þessa kraftmikla framherja, og sérstaklega landsliðsferilinn hans, sem er nánast enginn, er afar sérstakur. Björn Bergmann er Skagamaður af miklum fótboltaættum en hálfbræður hans eru Guðjónssynirnir þrír; Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl. Hann sló fyrst í gegn hjá ÍA 18 ára gamall undir stjórn Guðjón Þórðarsonar, föður hálfbræðra sinna, í Landsbankadeildinni 2007 þegar hann skoraði tvö mörk í ellefu leikjum er Skaginn náði óvænt þriðja sæti. Framherjinn fékk stærra hlutverk í Skagaliðinu árið eftir og skoraði þá fjögur mörk í 19 leikjum. Skaginn féll þetta tímabil en Björn vakti athygli erlendra liða og gekk í raðir norska liðsins Lilleström.Björn Bergmann spilaði fyrir Guðjón Þórðarson og með bræðrum sínum á Skaganum.vísir/anton brinkMagnaður með U21 Björn Bergmann var fastamaður í U21 árs landsliðinu í skelfilegri undankeppni EM 2013 þar sem ungu strákarnir okkar unnu einn leik og töpuðu sjö. Björn skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í riðlinum.Einn leikur stóð upp úr en það var 2-1 tap gegn Aserbaídjan á KR-vellinum. Þar var eins og Björn væri fullvaxinn karlmaður að spila með og á móti krökkum en hann bar af á vellinum og skoraði mark Íslands. Níu mánuðum áður hafði hann spilað sinn fyrsta og eina A-landsleik. Kallað var eftir því að Ólafur Jóhannesson valdi Björn í A-landsliðshópinn og spilaði Skagamaðurinn sex mínútur sem varamaður í 1-0 sigri á Kýpur. Hann var þá 20 ára gamall. Héldu flestir að þarna væri framtíðarframherji íslenska landsliðsins á ferð. Ungur, sterkur og marksækinn framherji sem var kominn snemma inn í hópinn. En svo varð nú aldeilis ekki. Björn hefur ekki spilað fleiri landsleiki og ekki verið valinn oftar í hópinn þrátt fyrir tilraunir landsliðsþjálfara Íslands.Björn Bergmann sló í gegn með ÍA í efstu deild.vísir/valliEinbeitti sér að Úlfunum Lars Lagerbäck vildi fá Björn Bergmann í landsliðið í október 2012, nokkrum mánuðum eftir frammistöðuna mögnuðu gegn Aserbaídjan með U21 árs liðinu. Ekkert varð úr því þar sem Björn sagðist vilja einbeita sér að því að ná fótfestu hjá enska B-deildarliðinu Wolves sem hann var núbúinn að semja við. „Ég ræddi lengi við Björn Bergmann og þjálfara hans hjá Wolves. Í stuttu máli þá vill hann einbeita sér að sínum málum hjá Wolves. Hann vill frekar vera þar, æfa og vera 100 prósent einbeittur. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá. Hann væri í hópnum ef hann væri 100 prósent einbeittur að landsliðinu. Hann hefur tekið sína ákvörðun. Við sjáum til, verðum áfram í sambandi við hann og athugum hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lars um Björn á blaðamannafundi. Nokkrum mánuðum síðar átti Ísland fyrir höndum leik gegn Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014. Aftur vonaðist Lars eftir að fá Björn Bergmann í landsliðshópinn en þá tók hann ekki upp símtólið þegar Svíinn hringdi. „Ég lít þannig á málið að hann telji sig ekki enn tilbúinn fyrir landsliðið. Ég vil ekki setja pressu á hann," sagði Lagerbäck er hann greindi frá því að Björn svaraði ekki símtali hans á blaðamannafundi þegar hópurinn fyrir leikinn gegn Slóvena var tilkynntur. „Hún [afstaða Björns] kemur mér á óvart enda tel ég gott fyrir alla unga leikmenn að fá að spila með landsliði sínu. En ég trúi ekki á að tala leikmenn til að spila með landsliðinu. Hann verður samt ávallt velkominn í liðið," sagði Lars.Enginn áhugi á fótbolta Ekki leið á löngu þar til Lars og Heimir Hallgrímsson voru búnir að fastmóta íslenska liðið. Byrjunarliðið breyttist í seinni hálfleik í frægum leik gegn Sviss ytra þar sem þrenna Jóhanns Bergs Guðmundssonar tryggði Íslandi frækið 4-4 jafntefli. Litlar breytingar hafa orðið á liðinu og í raun hópnum síðan þá. Björn Bergmann datt úr umræðunni. Björn Bergmann hafði stundum haft á orði að hann hefði engan áhuga á fótbolta. Í netspjalli við stuðningsmenn Wolves í æfingaferð liðsins árið 2012 var hann spurður hvort hann hefði heyrt af því að sumir væru að bera hann saman við Zlatan Ibrahimovic. Björn svaraði að bragði að hann hefði aldrei séð Zlatan spila. Björn viðurkenndi svo það sem marga grunaði, að hann hefur engan áhuga á fótbolta, í viðtali við norska blaðið Verdens Gang í maí 2014. „Hann hefur ótrúlega lítinn áhuga á fótbolta. Hann horfir ekki á leiki í frítíma sínum. Hann myndi frekar fara út í garð heima hjá sér en að horfa á leik Barcelona og Real Madrid,“ sagði þáverandi þjálfari hans, Ståle Solbakken hjá FC Kaupmannahöfn, í viðtali við VG og Björn Bergmann tók undir það.Björn Bergmann vildi einbeita sér að Wolves en ekki spila fyrir Ísland.vísir/gettyKærastan horfir á fótbolta „Ég held ég hafi ekki séð leik hjá Barcelona og Real Madrid. Ég hef ekki áhuga á fótbolta. Kærastan mín hefur aftur á móti áhuga þannig að ég þarf stundum að horfa með henni," sagði Björn í viðtalinu. „Ég er í fótbolta allan daginn og af hverju ætti ég þá að horfa á fótbolta þegar ég er í fríi? Þá vil ég frekar horfa á kvikmyndir eða góða þætti." Áhugaleysi hans á fótbolta í heild sinni varð í raun til þess að hann hafði lítinn sem engan áhuga á því að spila fyrir íslenska landsliðið. „Minn metnaður liggur í því að standa mig vel fyrir félagið mitt. Ég hef ekki áhuga á að spila meiri fótbolta. Það er skrítið. Ég veit ekki af hverju ég vil ekki spila fyrir landsliðið. Kannski af því ég hef svo lítinn áhuga á fótbolta,“ sagði Björn Bergmann.Klár í slaginn Skagamaðurinn lauk umræddu viðtali með því að segja: „Svona er ég bara. Í framtíðinni mun ég samt örugglega gefa kost á mér.“ Hann hélt dyrunum opnum og nú, fimm árum eftir frumraun sína með Íslandi, er hann kominn aftur í hópinn. „Hann svaraði kallinu fljótt núna. Hann var mjög jákvæður að hjálpa okkur. Hann skildi stöðuna og þetta var ekki flókið,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag þar sem hann tilkynnti endurkomu Björns. Hann kemur inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson sem er meiddur. En er nú litið á hann sem framtíðarmann? „Við ákváðum það í sameiningu að hann yrði með í þessu verkefni. Það fer eftir því hvernig hann stendur sig í þessu verkefni og hvernig hann stendur sig úti. Þetta er ekki skuldbinding að hann verði áfram í hópnum,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Björn Bergmann spilar í dag með Molde í Noregi en Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er þjálfari liðsins. Hann fékk Björn til liðsins fyrr á þessu ári en Björn er búinn að skora fjögur mörk í sex leikjum fyrir Molde í norsku deildinni. Heimir sagði á fundinum í dag að hann ræddi við Ole Gunnar sem bar Birni söguna vel, sagði hann í góðu formi og að spila vel.Blaðamannafundur Heimis í heild sinni í dag: HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Heimis í heild sinni Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi karlalandsliðsins í fótbolta þar sem hópurinn fyrir næsta verkefni var tilkynntur. 30. september 2016 12:30 Kolbeinn ekki í hópnum en Björn Bergmann snýr aftur Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn sem tekur þátt í næstu tveimur leikjum karlalandsliðsins í fótbolta. 30. september 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Stærstu tíðindin í íslenska landsliðshópnum fyrir leikina tvo gegn Finnlandi og Tyrklandi í næstu viku eru þau að Björn Bergmann Sigurðarson snýr aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. Fótboltaferill þessa kraftmikla framherja, og sérstaklega landsliðsferilinn hans, sem er nánast enginn, er afar sérstakur. Björn Bergmann er Skagamaður af miklum fótboltaættum en hálfbræður hans eru Guðjónssynirnir þrír; Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl. Hann sló fyrst í gegn hjá ÍA 18 ára gamall undir stjórn Guðjón Þórðarsonar, föður hálfbræðra sinna, í Landsbankadeildinni 2007 þegar hann skoraði tvö mörk í ellefu leikjum er Skaginn náði óvænt þriðja sæti. Framherjinn fékk stærra hlutverk í Skagaliðinu árið eftir og skoraði þá fjögur mörk í 19 leikjum. Skaginn féll þetta tímabil en Björn vakti athygli erlendra liða og gekk í raðir norska liðsins Lilleström.Björn Bergmann spilaði fyrir Guðjón Þórðarson og með bræðrum sínum á Skaganum.vísir/anton brinkMagnaður með U21 Björn Bergmann var fastamaður í U21 árs landsliðinu í skelfilegri undankeppni EM 2013 þar sem ungu strákarnir okkar unnu einn leik og töpuðu sjö. Björn skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í riðlinum.Einn leikur stóð upp úr en það var 2-1 tap gegn Aserbaídjan á KR-vellinum. Þar var eins og Björn væri fullvaxinn karlmaður að spila með og á móti krökkum en hann bar af á vellinum og skoraði mark Íslands. Níu mánuðum áður hafði hann spilað sinn fyrsta og eina A-landsleik. Kallað var eftir því að Ólafur Jóhannesson valdi Björn í A-landsliðshópinn og spilaði Skagamaðurinn sex mínútur sem varamaður í 1-0 sigri á Kýpur. Hann var þá 20 ára gamall. Héldu flestir að þarna væri framtíðarframherji íslenska landsliðsins á ferð. Ungur, sterkur og marksækinn framherji sem var kominn snemma inn í hópinn. En svo varð nú aldeilis ekki. Björn hefur ekki spilað fleiri landsleiki og ekki verið valinn oftar í hópinn þrátt fyrir tilraunir landsliðsþjálfara Íslands.Björn Bergmann sló í gegn með ÍA í efstu deild.vísir/valliEinbeitti sér að Úlfunum Lars Lagerbäck vildi fá Björn Bergmann í landsliðið í október 2012, nokkrum mánuðum eftir frammistöðuna mögnuðu gegn Aserbaídjan með U21 árs liðinu. Ekkert varð úr því þar sem Björn sagðist vilja einbeita sér að því að ná fótfestu hjá enska B-deildarliðinu Wolves sem hann var núbúinn að semja við. „Ég ræddi lengi við Björn Bergmann og þjálfara hans hjá Wolves. Í stuttu máli þá vill hann einbeita sér að sínum málum hjá Wolves. Hann vill frekar vera þar, æfa og vera 100 prósent einbeittur. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá. Hann væri í hópnum ef hann væri 100 prósent einbeittur að landsliðinu. Hann hefur tekið sína ákvörðun. Við sjáum til, verðum áfram í sambandi við hann og athugum hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lars um Björn á blaðamannafundi. Nokkrum mánuðum síðar átti Ísland fyrir höndum leik gegn Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014. Aftur vonaðist Lars eftir að fá Björn Bergmann í landsliðshópinn en þá tók hann ekki upp símtólið þegar Svíinn hringdi. „Ég lít þannig á málið að hann telji sig ekki enn tilbúinn fyrir landsliðið. Ég vil ekki setja pressu á hann," sagði Lagerbäck er hann greindi frá því að Björn svaraði ekki símtali hans á blaðamannafundi þegar hópurinn fyrir leikinn gegn Slóvena var tilkynntur. „Hún [afstaða Björns] kemur mér á óvart enda tel ég gott fyrir alla unga leikmenn að fá að spila með landsliði sínu. En ég trúi ekki á að tala leikmenn til að spila með landsliðinu. Hann verður samt ávallt velkominn í liðið," sagði Lars.Enginn áhugi á fótbolta Ekki leið á löngu þar til Lars og Heimir Hallgrímsson voru búnir að fastmóta íslenska liðið. Byrjunarliðið breyttist í seinni hálfleik í frægum leik gegn Sviss ytra þar sem þrenna Jóhanns Bergs Guðmundssonar tryggði Íslandi frækið 4-4 jafntefli. Litlar breytingar hafa orðið á liðinu og í raun hópnum síðan þá. Björn Bergmann datt úr umræðunni. Björn Bergmann hafði stundum haft á orði að hann hefði engan áhuga á fótbolta. Í netspjalli við stuðningsmenn Wolves í æfingaferð liðsins árið 2012 var hann spurður hvort hann hefði heyrt af því að sumir væru að bera hann saman við Zlatan Ibrahimovic. Björn svaraði að bragði að hann hefði aldrei séð Zlatan spila. Björn viðurkenndi svo það sem marga grunaði, að hann hefur engan áhuga á fótbolta, í viðtali við norska blaðið Verdens Gang í maí 2014. „Hann hefur ótrúlega lítinn áhuga á fótbolta. Hann horfir ekki á leiki í frítíma sínum. Hann myndi frekar fara út í garð heima hjá sér en að horfa á leik Barcelona og Real Madrid,“ sagði þáverandi þjálfari hans, Ståle Solbakken hjá FC Kaupmannahöfn, í viðtali við VG og Björn Bergmann tók undir það.Björn Bergmann vildi einbeita sér að Wolves en ekki spila fyrir Ísland.vísir/gettyKærastan horfir á fótbolta „Ég held ég hafi ekki séð leik hjá Barcelona og Real Madrid. Ég hef ekki áhuga á fótbolta. Kærastan mín hefur aftur á móti áhuga þannig að ég þarf stundum að horfa með henni," sagði Björn í viðtalinu. „Ég er í fótbolta allan daginn og af hverju ætti ég þá að horfa á fótbolta þegar ég er í fríi? Þá vil ég frekar horfa á kvikmyndir eða góða þætti." Áhugaleysi hans á fótbolta í heild sinni varð í raun til þess að hann hafði lítinn sem engan áhuga á því að spila fyrir íslenska landsliðið. „Minn metnaður liggur í því að standa mig vel fyrir félagið mitt. Ég hef ekki áhuga á að spila meiri fótbolta. Það er skrítið. Ég veit ekki af hverju ég vil ekki spila fyrir landsliðið. Kannski af því ég hef svo lítinn áhuga á fótbolta,“ sagði Björn Bergmann.Klár í slaginn Skagamaðurinn lauk umræddu viðtali með því að segja: „Svona er ég bara. Í framtíðinni mun ég samt örugglega gefa kost á mér.“ Hann hélt dyrunum opnum og nú, fimm árum eftir frumraun sína með Íslandi, er hann kominn aftur í hópinn. „Hann svaraði kallinu fljótt núna. Hann var mjög jákvæður að hjálpa okkur. Hann skildi stöðuna og þetta var ekki flókið,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag þar sem hann tilkynnti endurkomu Björns. Hann kemur inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson sem er meiddur. En er nú litið á hann sem framtíðarmann? „Við ákváðum það í sameiningu að hann yrði með í þessu verkefni. Það fer eftir því hvernig hann stendur sig í þessu verkefni og hvernig hann stendur sig úti. Þetta er ekki skuldbinding að hann verði áfram í hópnum,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Björn Bergmann spilar í dag með Molde í Noregi en Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er þjálfari liðsins. Hann fékk Björn til liðsins fyrr á þessu ári en Björn er búinn að skora fjögur mörk í sex leikjum fyrir Molde í norsku deildinni. Heimir sagði á fundinum í dag að hann ræddi við Ole Gunnar sem bar Birni söguna vel, sagði hann í góðu formi og að spila vel.Blaðamannafundur Heimis í heild sinni í dag:
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Heimis í heild sinni Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi karlalandsliðsins í fótbolta þar sem hópurinn fyrir næsta verkefni var tilkynntur. 30. september 2016 12:30 Kolbeinn ekki í hópnum en Björn Bergmann snýr aftur Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn sem tekur þátt í næstu tveimur leikjum karlalandsliðsins í fótbolta. 30. september 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Heimis í heild sinni Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi karlalandsliðsins í fótbolta þar sem hópurinn fyrir næsta verkefni var tilkynntur. 30. september 2016 12:30
Kolbeinn ekki í hópnum en Björn Bergmann snýr aftur Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn sem tekur þátt í næstu tveimur leikjum karlalandsliðsins í fótbolta. 30. september 2016 13:30