Reikna má með að flokksþing Framsóknarflokksins um helgina verði blóði drifinn vígvöllur. En hvor er Napóleon og hver er Wellington í þessu samhengi, Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi.
Þessu velta þau Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jón Hákon Halldórsson fyrir sér í þessum fjórða þætti Pendúlsins.
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi gerði breytingar á listanum til að berjast gegn einsleitninni. Er það til bóta eða eru Sjálfstæðismenn að brjóta meginreglu í handbók íhaldsmannsins?
Skoðanakannanir vikunnar voru einkar ólíkar. Ljóst er að fylgið er á flugi og sjaldan jafn mikil óvissa fyrir Alþingiskosningar, sér í lagi ef að Kötlugos bætist ofan á.
Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október.
Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunes, Pocket Casts eða Podcast Addict. Til að finna þáttinn er best að leita einfaldlega undir nafninu Pendúllinn.
Pendúllinn: Ögurstund Sigmundar, íhlutun íhaldsins og óviss almenningur
Tengdar fréttir

Pendúllinn: Bæ, bæ Bjarni og pirraðir Píratar
Pendúllinn er nýr hlaðvarpsþáttur hér á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar.

Pendúllinn: Haraldi hótað, að vera eða ekki vera skýrsla og hver er þessi Kári?
Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar.

Pendúllinn: Konunum kastað, Bjartri bjargað og Leyniformaðurinn Lilja
Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar.