Fótboltinn kvaddur og körfuboltanum heilsað | Allt í opinni dagskrá Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 13:00 Samsett mynd/Vísir Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira