Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 07:00 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræddu skattamál í gær. Þeirra á meðal voru Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy, Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson. vísir/gva Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira