Þeir eru að passa peningana sína en ekki í náttúruvernd Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2016 20:15 Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. Hann segir fiskeldið umhverfisvæna starfsemi sem starfi innan strangs regluverks. Hagsmunaaðilar í laxveiði undir forystu Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna, segjast ætla að beita öllum leiðum til að stöðva laxeldi í sjókvíum. Orri sagði á Stöð 2 í gær að eitthundrað milljarða króna veiðihlunnindi væru í hættu. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir greinina lengi hafa setið undir árásum Orra og félaga, og áróðri sem á köflum hafi jaðrað við atvinnuróg, því fullyrðingar hans hafi að miklu leyti verið hraktar. „En ég fagna reyndar því að Orri kom nú frekar grímulaus til dyra í gær og sýndi okkur fram á það að það eru náttúrlega fyrst og fremst fjárhagslegir hagsmunir sem drífa hann og hans menn áfram. Ég held að það sé gott fyrir umræðuna að við áttum okkur á því að það er ekki náttúrvernd heldur eru þeir hræddir um peningana sína,“ segir Höskuldur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir Orra hafa talað um úrkynjaðan og kynbreyttan lax. „Sem er rangt því eldislax, eins og önnur eldisdýr, þar með talið kjúklingar, svín og naut, eru kynbætt til eldis. Það er reginmunur þar á.“ Höskuldur bendir á að einungis sé heimilt að ala lax í sjó á 20 prósentum hafsvæða við Ísland. „Við eldismenn erum í löglegri starfsemi með umhverfisvæna uppbyggingu á svæðum þar sem í raun og veru einsleitt atvinnulíf var áður. Regluverkið um fiskeldið er gríðarstrangt. Það eru búnaðarstaðlar á öllum búnaði og þessi svæðisskipting er einsdæmi í heiminum.“ Vegna fullyrðinga um gríðarmikla saurmengun frá eldiskvíum bendir Höskuldur á að áður en eldissvæði sé skilgreint meti Hafrannsóknastofnun burðarþol þess til að taka við úrganginum og til að hreinsa sig á tilskildum hvíldartíma. Þetta sé auk þess mjög vel vaktað af opinberum aðilum. Þá séu eldisleyfi gefin út til tíu ára og endurskoðuð á fjögurra ára fresti þannig að fyrirtækin þurfa að standa sig og starfa í sátt við náttúruna. Orri Vigfússon telur upplýsingar um dreifingu regnbogasilungs sýna að lax muni einnig sleppa úr sjókvíunum og dreifast í ár um allt land.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Vegna korts sem Orri hefur dreift um fundarstaði regnbogasilungs segir Höskuldur að Fiskistofa hafi staðfest 28 fiska. Höskuldur segir það alvarlegt en málið sé í rannsókn. „Það er alveg hafið yfir allan vafa að það mun alltaf einhver fiskur sleppa úr sjókvíum og við reynum ekki að halda öðru fram. Við sjáum hins vegar að eftir að búnaðarstaðlarnir voru innleiddir á Íslandi þá eru tilvikin sem um ræðir örfá og ekkert þeirra hefur skaðað umhverfið. Þessi regnbogi, sem núna er alinn við Ísland í sjókvíum, hann er í raun og veru í búnaði sem er á útleið. Þannig að enginn lax verður í öðrum búnaði en þeim sem uppfyllir staðalinn.“ -En eru þá þessar áhyggjur þeirra stórlega ýktar að ykkar mati? „Ég skil alveg að þeir hafi áhyggjur af ákveðnum þáttum. En við gerum kröfu til að umræðan sé málefnaleg,“ segir Höskuldur Steinarsson. Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Eric Clapton verður bara að fara eitthvað annað að veiða Stangveiðimenn sjá fyrir sér óafturkræft umhverfisslys samfara auknu laxeldi. 30. september 2016 10:59 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. Hann segir fiskeldið umhverfisvæna starfsemi sem starfi innan strangs regluverks. Hagsmunaaðilar í laxveiði undir forystu Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna, segjast ætla að beita öllum leiðum til að stöðva laxeldi í sjókvíum. Orri sagði á Stöð 2 í gær að eitthundrað milljarða króna veiðihlunnindi væru í hættu. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir greinina lengi hafa setið undir árásum Orra og félaga, og áróðri sem á köflum hafi jaðrað við atvinnuróg, því fullyrðingar hans hafi að miklu leyti verið hraktar. „En ég fagna reyndar því að Orri kom nú frekar grímulaus til dyra í gær og sýndi okkur fram á það að það eru náttúrlega fyrst og fremst fjárhagslegir hagsmunir sem drífa hann og hans menn áfram. Ég held að það sé gott fyrir umræðuna að við áttum okkur á því að það er ekki náttúrvernd heldur eru þeir hræddir um peningana sína,“ segir Höskuldur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir Orra hafa talað um úrkynjaðan og kynbreyttan lax. „Sem er rangt því eldislax, eins og önnur eldisdýr, þar með talið kjúklingar, svín og naut, eru kynbætt til eldis. Það er reginmunur þar á.“ Höskuldur bendir á að einungis sé heimilt að ala lax í sjó á 20 prósentum hafsvæða við Ísland. „Við eldismenn erum í löglegri starfsemi með umhverfisvæna uppbyggingu á svæðum þar sem í raun og veru einsleitt atvinnulíf var áður. Regluverkið um fiskeldið er gríðarstrangt. Það eru búnaðarstaðlar á öllum búnaði og þessi svæðisskipting er einsdæmi í heiminum.“ Vegna fullyrðinga um gríðarmikla saurmengun frá eldiskvíum bendir Höskuldur á að áður en eldissvæði sé skilgreint meti Hafrannsóknastofnun burðarþol þess til að taka við úrganginum og til að hreinsa sig á tilskildum hvíldartíma. Þetta sé auk þess mjög vel vaktað af opinberum aðilum. Þá séu eldisleyfi gefin út til tíu ára og endurskoðuð á fjögurra ára fresti þannig að fyrirtækin þurfa að standa sig og starfa í sátt við náttúruna. Orri Vigfússon telur upplýsingar um dreifingu regnbogasilungs sýna að lax muni einnig sleppa úr sjókvíunum og dreifast í ár um allt land.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Vegna korts sem Orri hefur dreift um fundarstaði regnbogasilungs segir Höskuldur að Fiskistofa hafi staðfest 28 fiska. Höskuldur segir það alvarlegt en málið sé í rannsókn. „Það er alveg hafið yfir allan vafa að það mun alltaf einhver fiskur sleppa úr sjókvíum og við reynum ekki að halda öðru fram. Við sjáum hins vegar að eftir að búnaðarstaðlarnir voru innleiddir á Íslandi þá eru tilvikin sem um ræðir örfá og ekkert þeirra hefur skaðað umhverfið. Þessi regnbogi, sem núna er alinn við Ísland í sjókvíum, hann er í raun og veru í búnaði sem er á útleið. Þannig að enginn lax verður í öðrum búnaði en þeim sem uppfyllir staðalinn.“ -En eru þá þessar áhyggjur þeirra stórlega ýktar að ykkar mati? „Ég skil alveg að þeir hafi áhyggjur af ákveðnum þáttum. En við gerum kröfu til að umræðan sé málefnaleg,“ segir Höskuldur Steinarsson.
Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Eric Clapton verður bara að fara eitthvað annað að veiða Stangveiðimenn sjá fyrir sér óafturkræft umhverfisslys samfara auknu laxeldi. 30. september 2016 10:59 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Eric Clapton verður bara að fara eitthvað annað að veiða Stangveiðimenn sjá fyrir sér óafturkræft umhverfisslys samfara auknu laxeldi. 30. september 2016 10:59
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21
Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30